Lífið

Skrímslin slógu í gegn

Teiknimyndin Monsters vs Aliens hitti rækilega í mark vestanhafs um síðustu helgi.
Teiknimyndin Monsters vs Aliens hitti rækilega í mark vestanhafs um síðustu helgi.

Teiknimyndin Monsters vs Aliens sló rækilega í gegn vestanhafs um síðustu helgi. Frumsýningarhelgi myndarinnar var sú besta hjá nokkurri mynd á árinu og námu aðsóknartekjurnar rúmum 58 milljónum dollara, eða um sjö milljörðum króna.

Eins og nafnið gefur til kynna fjallar myndin um skrímsli sem berjast við geimverur. Á meðal þeirra sem tala inn á myndina eru Reese Witherspoon, Seth Rogen og Kiefer Sutherland. Í öðru sæti á aðsóknarlistanum var The Haunting in Connecticut og í því þriðja var Knowing.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.