Lífið

Söfnuðu 46,6 milljónum til kaupa á nýju hjartaþræðingartæki

Edda Andrésdóttir tók þátt í söfnunni í beinni útsendingu á Stöð 2 í gær. Fékk hún marga góða gesti í spjall til sín.
Edda Andrésdóttir tók þátt í söfnunni í beinni útsendingu á Stöð 2 í gær. Fékk hún marga góða gesti í spjall til sín.
Landsmenn hugsa svo sannarlega um fleira en landsfundi þessa dagana.

Í gærkvöldi söfnuðu Íslendingar 46,6 milljónum króna í landssöfnun til kaupa á nýju hjartaþræðingartæki til Landspítalans- Háskólasjukrahúss. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landssöfnun Hjartaheilla nú í morgun.

Söfnunin sem var á vegum Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklinga fór fram í skemmtiþætti í opinni dagskrá á Stöð 2 í gærkvöldi, þar sem einstaklingar og fyrirtæki hringdu inn framlög sín.

Fjöldi þekktra listamanna þjóðarinnar, leikarar sem söngvarar, komu þar fram, ljáðu söfnunninni lið og skópu farveg fyrir þennan stórkostlega árangur. Þar má telja Pál Óskar, Egil Ólafsson, Jóhönnu Guðrúnu, Milljónamæringana, Voces Maculorum og fleiri.

Einnig komu fram fyrsti íslenski hjartaþræðingarsjúklingurinn, 84 ára gamall, fyrsti hjartaþeginn, læknar og fjöldi annarra gesta, þar á meðal forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson.

Hið nýja tæki mun gjörbreyta aðstöðu til hjartalækninga á Íslandi. Söfnun Hjartaheilla mun halda áfram næstu daga ásamt merkjasölu söfnunarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.