Lífið

Glímir við endurtekningavandann

Einhver sæti munu vera laus á sýningar í maí en leikið er í Landnámssetrinu í Borgarnesi.
Einhver sæti munu vera laus á sýningar í maí en leikið er í Landnámssetrinu í Borgarnesi.

Leiksýningin Mr. Skallagrímsson lýkur nú göngu sinni eftir þriggja ára úthald og yfir 200 sýningar. 

 

Vísir hafði samband við leikarann Benedikt Erlingsson, sem hefur leikið Egil Skallagrímsson fyrir fullu húsi allan sýningartímann, og spurði hvort hann væri leiður á verkinu? 

 

„Já sko, veistu að það er svo undarlegt að ég er aldrei leiður á sýningum eða eftir sýningar. Þá er ég alltaf óskaplega glaður. Ég er farinn að verða kvíðinn fyrir sýningar," svarar Benedikt. 

 

„Þetta er svona glíma við endurtekningavandann og þegar maður stendur þarna einn og hefur bara áhorfendur til að skemmta sér með, þá er þetta partur af því að ég er að reyna að leggja þessu. Sýningin hjálpar mér alltaf og sjálfur Egill hjálpar mér alltaf."

 

 

Sjá nánar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.