Lífið

Barnfóstra Madonnu fékk nóg og gekk út

Stöllurnar þegar allt lék í lyndi
Stöllurnar þegar allt lék í lyndi

Fyrrum barnfóstra Madonnu gekk út í síðustu viku þegar hún fékk upp í kok af hegðun söngkonunnar sem er víst nokkuð skapstór. Angela Jacobsen segist hafa hætt í síðustu viku þar sem hún hafi ekki getað meira af þessu „helv*** lengur".

Það er News of the World sem segir frá í dag.

Angela sem er áströlsk hefur nú leitað til lögfræðinga vegna samnings sem hún var skikkuð til þess að skrifa undir.

Angela sá um ættleiddan son söngkonunnar er nú komin heim til sín í Melbourne eftir martröðina þar sem hún vann 24 tíma sólarhrings, alla daga vikunnar fyrir söngkonuna. Þetta kemur fram á Facebook síðu barnfóstrunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.