17 myndir á Bíódögum 28. mars 2009 06:00 Japanska Óskarsverðlaunamyndin verður sýnd á Bíódögum í Háskólabíói. Sautján myndir verða sýndar á kvikmyndahátíðinni Bíódagar sem verður haldin í Háskólabíói 17. apríl til 4. maí á vegum Græna ljóssins. Opnunarmyndin verður Me and Bobby í leikstjórn Friðriks Guðmundssonar sem fjallar um samskipti Sæmundar Pálssonar og skáksnillingsins Bobbys Fischer. Á meðal annarra mynda verður Man on Wire, sem hlaut Óskarinn sem besta heimildarmyndin. Hún fjallar um línudansarann og götulistamanninn Philippe Petit sem framdi „listræna glæp aldarinnar” árið 1974 þegar hann setti vír á milli tvíburaturnanna og eyddi svo 45 mínútum í að labba, dansa og krjúpa á vírnum sér og öðrum til skemmtunar. Einnig verða sýndar Okuribito frá Japan, sem fékk Óskarinn í ár sem besta erlenda myndin, Frozen River, sem hlaut tvær Óskarstilnefningar, Slacker Uprising eftir Michael Moore þar sem hann heldur fyrirlestra í bandarískum háskólum, þýska myndin Die Welle og Two Lovers með Joaquin Phoenix og Gwyneth Paltrow í aðalhlutverkum. Önnur áhugaverð mynd er Gomorra sem fjallar um innviði ítölsku mafíunnar. Hún vann Gullpálmann á Cannes-hátíðinni og BAFTA-verðlaunin sem besta erlenda myndin. Miðasala á Bíódaga mun fara fram á Midi.is og þar verður einnig hægt að nálgast sýningardagskrána í heild sinni. Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Sautján myndir verða sýndar á kvikmyndahátíðinni Bíódagar sem verður haldin í Háskólabíói 17. apríl til 4. maí á vegum Græna ljóssins. Opnunarmyndin verður Me and Bobby í leikstjórn Friðriks Guðmundssonar sem fjallar um samskipti Sæmundar Pálssonar og skáksnillingsins Bobbys Fischer. Á meðal annarra mynda verður Man on Wire, sem hlaut Óskarinn sem besta heimildarmyndin. Hún fjallar um línudansarann og götulistamanninn Philippe Petit sem framdi „listræna glæp aldarinnar” árið 1974 þegar hann setti vír á milli tvíburaturnanna og eyddi svo 45 mínútum í að labba, dansa og krjúpa á vírnum sér og öðrum til skemmtunar. Einnig verða sýndar Okuribito frá Japan, sem fékk Óskarinn í ár sem besta erlenda myndin, Frozen River, sem hlaut tvær Óskarstilnefningar, Slacker Uprising eftir Michael Moore þar sem hann heldur fyrirlestra í bandarískum háskólum, þýska myndin Die Welle og Two Lovers með Joaquin Phoenix og Gwyneth Paltrow í aðalhlutverkum. Önnur áhugaverð mynd er Gomorra sem fjallar um innviði ítölsku mafíunnar. Hún vann Gullpálmann á Cannes-hátíðinni og BAFTA-verðlaunin sem besta erlenda myndin. Miðasala á Bíódaga mun fara fram á Midi.is og þar verður einnig hægt að nálgast sýningardagskrána í heild sinni.
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira