Lífið

Kata Bessa ráðin upplýsingafulltrúi VG

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Katrín Rut Bessadóttir er nýráðin í starf upplýsingafulltrúa VG.
Katrín Rut Bessadóttir er nýráðin í starf upplýsingafulltrúa VG.
Sjónvarpskonan geðþekka Katrín Rut Bessadóttir hefur tekið við stöðu upplýsingafulltrúa hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði.

Starfið leggst vel í Kötu eins og hún er jafnan kölluð enda segir hún mikið um að vera hjá VG fram að kosningum. „Það hefur ýmislegt verið um að vera hjá Vinstri hreyfingum að undanförnu. Ýmislegt sem hefur farið hljótt og þarf að koma á framfæri," segir Kata og bendir á að það verði sitt hlutverk að kynna þessi mál fyrir almenningi. Katrín segist alltaf hafa verið hörð vinstrikona enda hafi afi hennar verið virkur í starfi Alþýðubandalagsins.

Katrín hefur lengi starfað við dagskrárgerð meðal annars á Stöð 2 og er nýlega byrjuð með þátt á ÍNN.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.