Lífið

Langar í börn númer sjö og átta

Jolie og Pitt ásamt krökkum sínum.
Jolie og Pitt ásamt krökkum sínum.
Angelina Jolie hefur sagt vinum sínum að hún vilji tvö börn í viðbót. Eitt ættleitt og annað með getnaði, það mun setja tölu barna hennar upp í átta. Leikkonan viðurkenndi fyrir nákomnum vini að hún væri þegar byrjuð að leita að fjórða barninu til þess að ætleiða strax að loknum tökum á nýjustu kvikmynd sinni, Salt.

Leikkonan er sögð leita að stúlku á svipuðum aldri og Zahara dóttir hennar, nema frá Eþíópíu. Stúlkan myndi þá bætast í hóp ættleiddra barna Angelinu sem telja auk Zahöru bróðurinn Maddox (7) frá Kambódíu og Pax (6) frá Víetnam.

Hún er síðan sögð ætla að reyna að eignast fjórða barnið með eiginmanni sínum Brad Pitt en fyrir eiga þau dótturina Shiloh (2) auk sjö mánaða gamalla tvíbura Knox og Vivienne.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.