Lífið

Ættleiddur sonur Madonnu hittir blóðföður

Madonna og David Banda.
Madonna og David Banda.

Fyrr í þessari viku flaug Madonna, 50 ára, til Malaví ásamt þremur börnum hennar Lourdes, Rocco og David Banda.

Madonna leitast við að ættleiða 4 ára stúlku sem ber heitið Chifundo Mercy James.

Samkvæmt AP fréttastofunni, lést 18 ára móðir Chifundo Mercy stuttu eftir að hún fæddist. Faðir stúlkunnar er á lífi en hefur nánast engin samskipti við barnið.

Madonna og David voru mynduð þegar þau heimsóttu blóðföður hans í fyrsta skipti síðan hann flutti frá Malaví árið 2006 þegar Madonna tók hann að sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.