Fleiri fréttir Frægari en hann vildi viðurkenna Í tilkynningu frá sundkappanum Benedikt S. Lafleur, kemur fram að hann er ekki félagi L listans og hefur ekki hug á nokkurn hátt að styðja það stjórnmálaafl eða er handgenginn því framboði á nokkurn hátt. 23.3.2009 13:13 Felipe Massa veðjar á orkudrykk Eiðs Smára Drykkjavöruframleiðandinn Soccerade, sem er í meirihlutaeigu Íslendinga, hefur gert samning við ökuþórinn Felipe Massa um að vera andlit drykkjarins. Hann verður í góðum félagsskap. 23.3.2009 07:00 Einar opnar Officeraklúbbinn með látum „Það er bara verið að opna stærsta skemmtistað landsins. Tvö þúsund fermetrar af fjöri,“ segir Einar Bárðarson umboðsmaður Íslands fjallbrattur. 23.3.2009 06:30 Íslendingar komu blaðskellandi á danskan blaðamarkað „Það kom okkur á óvart hversu miklar tilfinningar allir hlutaðeigandi lögðu í verkefnið. Og trúðu á það allt til enda,“ segir Morten Runge, danskur blaðamaður. 23.3.2009 06:00 Rihanna og Brown með kynlífsmyndband Rihanna óttast nú að kynlífsmyndband sem hún er sögð hafa gert með fyrrverandi kærasta sínum Chris Brown verði gert opinbert. Samkvæmt heimildum bandaríska tímaritsins Star eru Chris Brown og Rihanna ekki saman sem stendur þrátt fyrir að hafa tekið aftur saman eftir að Brown réðst á hana í síðasta mánuði. 23.3.2009 05:45 Up opnar Cannes-hátíð Opnunarmynd Cannes-hátíðarinnar, sem verður haldin í 62. sinn í maí, verður þrívíddarteiknimyndin Up frá framleiðandanum Disney-Pixar. Þetta verður í fyrsta sinn sem teiknimynd frá Disney er sýnd við opnun hátíðarinnar. 23.3.2009 05:30 U2 hættir á endanum Larry Mullen Jr., trommari U2, segir að hljómsveitin muni ekki starfa endalaust. „Sú stund mun renna upp að við segjum að nú sé best að hætta,“ sagði hinn 47 ára Mullen. „Hljómsveitin getur ekki haldið áfram endalaust, hún bara getur það ekki.“ 23.3.2009 04:15 Kama Sutra vinsæl í kreppunni „Jú, það er nú samasem merki þar á milli, það er að segja að aukinn áhugi fólks skili sér í aukinni sölu,“ segir Heiðar I. Svansson hjá Forlaginu. 23.3.2009 04:00 Paltrow með sektarkennd Leikkonan Gwyneth Paltrow finnur til sektarkenndar vegna þátttöku sinnar í hasarmyndinni Iron Man 2. Upptökur eru að hefjast í Bandaríkjunum og Paltrow finnst slæmt að þurfa að rífa börnin sín tvö, hina fjögurra ára Apple og hinn eins árs Moses, í burtu frá sínu hefðbundna umhverfi í London. „Ég finn til sektarkenndar sem móðir vegna þess að dóttir mín hlakkar til en sonur minn segir: „Ég vil ekki fara í burtu"," sagði Paltrow. „Ég leik samt eiginlega aldrei í kvikmyndum. Ég er eiginlega alltaf með börnunum mínum." 23.3.2009 03:45 Vill pólitíska þátttöku Billie Joe Armstrong, söngvari Green Day, segir að nýjustu plötu sveitarinnar, 21st Century Breakdown, sé ætlað að hvetja almenning til pólitískrar þátttöku. 23.3.2009 03:30 Laddi til liðs við Rokland „Við stefnum á tökur í ágúst," segir Snorri Þórisson, framleiðandi kvikmyndarinnar Rokland sem byggð er á samnefndri sögu Hallgríms Helgasonar. Marteinn Þórsson leikstýrir myndinni og Ólafur Darri Ólafsson verður í hlutverki bloggarans Bödda. Snorri sagði að ekki væri búið að ákveða frumsýningardag en útilokaði ekki að það yrði jafnvel um jólin. „Við verðum annaðhvort síðasta íslenska myndin á árinu eða sú fyrsta 2010." 23.3.2009 03:30 Kassettan í útvarpið Útvarpsþátturinn Kassettan hefur göngu sína á X-inu 977 næsta laugardag, 28. mars, í umsjón Ómars Eyþórssonar. Í þættinum, sem verður á dagskrá frá 10 til 12, verður einblínt á nýja tónlist. Hljómsveitir geta sent lögin sín til þáttarins á síðuna omar@x977.is og eina skilyrðið er að upptökugæðin séu í lagi. 23.3.2009 03:15 Brad Pitt of myndarlegur Kevin Macdonald, leikstjóri myndarinnar State of Play, er ánægður með að hjartaknúsarinn Brad Pitt hætti við að leika í myndinni. Ástæðan er sú að hann var of myndarlegur fyrir hlutverkið. 23.3.2009 02:15 Uppselt á tónleika Rökkurróar „Þetta er alveg fáránlegt því við vorum að búast við um 30 manns," segir Árni Þór Árnasson, gítar- og bassaleikari í hljómsveitinni Rökkurró, um tónleika sveitarinnar í Hannover í síðustu viku. Þar mættu um 130 tónleikagestir og vísa þurfti 50 manns frá vegna plássleysis. Rökkurró heldur alls sautján tónleika á ferðalagi sínu um Evrópu og voru komin hálfa leið til Würzburg þegar blaðamaður náði tali af þeim á föstudag. 23.3.2009 02:15 Bað um áritun Valentino Anne Hathaway bað ítalska fatahönnuðinn Valentino Garavani um að árita kjól sinn í einkasamkvæmi síðasta þriðjudag. Atvikið átti sér stað í matarboði sem haldið var til heiðurs tískukónginum sem er 76 ára. Hann var í þann mund að heilsa gestum sínum þegar hann rak sig í vínglas og helltist úr því yfir kjól Hathaway. 23.3.2009 01:45 Jade Goody er dáin Breska raunveruleikaþáttastjarnan Jade Goody lést í nótt eftir baráttu við krabbamein. Hún var tuttugu og sjö ára. 22.3.2009 09:55 Beygluð Beckham Fyrrum kryddpían og núverandi fótbolta-eiginkonan, Victoria Beckham, beygir sig og beyglar fyrir hátískurisann Armani. Sjálf hefur hún kvartað yfir því að hún líti hræðilega út nakin, samt sem áður er hún glæsileg í Armani myndatökunni. 21.3.2009 16:03 Idol-Siggi hættir keppni Sigurður Magnús Þorbergsson, Idol-Siggi, hefur afþakkað tólfta sætið í Idol Stjörnuleit en fyrsta beina útsendingin úr Smáralind er í kvöld á Stöð 2. Idol-Siggi segist taka þessa ákvörðun m.a. að tillitsemi við aðra keppendur í Idol Stjörnuleit en hann mun engu að síður taka lagið á stóra sviðinu í kvöld. 20.3.2009 14:43 Lést eftir léttvægt höfuðhögg Leikkonan Natasha Richardson lést af áverkum sem hún fékk eftir léttvægt högg sem hún hlaut á höfði. Læknar staðfestu þetta nú í kvöld en leikkonan slasaðist í skíðabraut fyrir byrjendur í Kanada. 19.3.2009 21:30 Birna flytur ljóð á Rósenberg „Ég performera ljóðin mín aðeins með aðstoð Gæðablóðanna því þá tekst mér það betur en ella því Gæðablóðin eru svo góð og skilja mig svo vel og tónlist og ljóð fara vel saman. Tjáningin getur runnið saman í eitt og það er mjög skemmtilegt," svarar Birna Þórðardóttir framkvæmdastjóri Mnningarfylgdar Birnu aðspurð aðspurð um ljóðaflutning hennar sem fram fer á morgun klukkan hálfsex á Café Rósenberg á Klapparstígnum. Birna mun flytja ljóð úr nýútkominni ljóðbók sinni Birna þó ... við undirleik Gæðablóðspilta Tómasar Tómassonar og Magnúsar R. Einarssonar. Aðgangur er ókeypis. 19.3.2009 15:46 Natasha Richardson látin Leikkonan Natasha Richardson lést á sjúkrahúsi í New York í gær eftir að hafa lent í skíðaslysi og hlotið höfuðáverka í Kanada á mánudaginn. Móðir Natösju, leikkonan og Óskarsverðlaunahafinn Vanessa Redgrave, var viðstödd andlát dóttur sinnar og einnig eiginmaðurinn Liam Neeson, en hann er einnig leikari. 19.3.2009 07:11 Hélt matreiðslunámskeið fyrir þingmenn - uppskriftir Wafaa Nabil Yousif Al Quinna er ein þeirra átta palestínsku kvenna sem fluttust til Akraness síðastliðið haust. Wafaa er 32 ára gömul þriggja barna móðir sem starfaði við bókhald í Írak áður en hún þurfti að flýja þaðan. 18.3.2009 19:20 Áttunda Food & fun hátíðin sett í Reykjavík Áttunda Food & fun hátíðin var sett í dag við hátíðlega athöfn. Það var Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- sjávarútvegs- og fjármálaráðherra sem setti hátíðina sem hefur vakið mikla lukku undanfarin ár. 18.3.2009 17:50 Rammíslenskur plötusnúður gerir víðreist á SXSW Hinn íslenski skífuþeytir Illugi Magnússon, betur þekktur undir listamannsheitinu DJ Platurn, stimplar sig heldur betur hressilega inn á tónlistarhátíðina SXSW („South by Southwest“) í Texas en hún hefst einmitt í dag og stendur fram á sunnudag. 18.3.2009 08:29 Pétur Jóhann á föstu með verkfræðinema - myndband „Pabbi er svolítið stífur og sá mig meira fyrir sér með lögfræðingi eða verkfræðingi," segir Sigrún Halldórsdóttir verkfræðinemi sem er kærasta Péturs Jóhanns Sigfússonar leikara. Viðtal við Sigrúnu, Audda og fjölskyldu Péturs Jóhanns má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. 17.3.2009 20:31 Íslensk Playboyfyrirsæta umvafin stórstjörnum „Ég er reyndar boðið að fara til Miami," segir Ornella Thelmudóttir fyrirsæta aðspurð frétta. „Mér var boðið að fara þangað á tískusýningar þar sem Olsen systurnar eru að sýna línuna sem þær eru með og Loren úr Hills þáttunum verður líka með show og margir aðrir," segir Ornella. „Síðan fer ég í kokteilboð með fræga fólkinu. Sem er ekki verra," segir hún hlæjandi og bætir við: „Það er mikill heiður að fá að fara og vera boðið allt þetta. Maður getur ekki kvartað að vera kominn inní svona hóp," segir Ornella áður en kvatt er. 17.3.2009 14:34 IDOL Siggi fær annan sjéns Sigurði M. Þorbergsyni var boðið að taka tólfta sætið í Idol-stjörnuleit Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hann ákvað eftir smá umhugsunarfrest að taka því og verður því meðal keppenda í Smáralindinni þann 20.mars. Sigurður fór í gegnum mikla rússíbanareið á föstudagskvöldinu þegar honum var hafnað í þrígang. Sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 segir þetta hafa verið bestu lausnina á mannlegum mistökum. 17.3.2009 13:10 Eiginkona Liam Neeson alvarlega slösuð Leikkonan Natasha Richardsson, eiginkona leikarans Liam Neeson slasaðist á skíðum í nágrenni Montreal. Leikkonan þjáist af alvarlegum höfuðáverkum eftir óhappið. Samstundis og Liam Neeson frétti af slysinu yfirgaf hann upptökustað þar sem kvikmyndin Chloe er mynduð. Hjónin eiga tvo syni Micheal, 13 ára, og Daniel, 12 ára. Natasha fór með hlutverk í kvikmyndunum The Parent Trap, Nell, og The Handmaid's Tale. 17.3.2009 12:13 Hernaðarleyndarmál Einars Bárðar „Ég vil ekkert gefa upp um neitt," svarar Einar Bárðarson aðspurður um opnunina á Officera Klúbbnum á Herstöðinni á Vallarheiði sem ákveðið hefur verið að færa aftur um viku. „Þetta eru hernaðarleyndarmál þarna við hvert fótmál og engin leið að fara opna á einhverja leka núna rétt fyrir opnun" segir Einar hlæjandi. 17.3.2009 11:55 Ásdís Rán tilnefnd fyrir kynþokka í Búlgaríu „Það er að renna upp eitt stærsta fjölmiðlakvöld í Búlgaríu, þetta er svona „Oscars kvöld" og kallast kvöld kynþokkans eða eitthvað álíka,“ svarar Ásdís Rán aðspurð hvað hún er að gera um þessar mundir í Búlgaríu. „Þarna eru 50 fjölmiðlar. Sjónvarp og pressa sem velja fallegustu og kynþokkafyllstu stjörnur ársins og ég er sem sagt nominated í over-all flokki," segir Ásdís. „Spurningin er hvort ég vinni allar stjörnurnar eftir einungis nokkra mánuði í Búlgaríu. Kemur í ljós á mánudaginn næsta,“ segir Ásdís Rán. 17.3.2009 11:19 Aniston losaði sig við kærastann Jennifer Aniston hefur sagt vinum sínum að hún sé hætt með söngvaranum og hjataknúsaranum John Mayer. Aniston er sögð hafa sagt honum upp eftir að hún kom úr kynningarferð frá Bretlandi í kringum myndina Marley & Me. 16.3.2009 21:01 Yngri sonur IDOL-Sigga brotnaði niður Þetta var ótrúleg útreið sem þú fékkst í Idolinu á föstudaginn. Hvernig tilfinning var að fagna og fá síðan nokkrum sekúndum síðar fréttir um að um mistök var að ræða? „Þetta var auðvitað svolítið sjokk, hélt fyrst að um grín væri að ræða og trúði því ekki að svona mistök gætu átt sér stað, en svo hugsaði ég með mér að ég gæti nú ekkert í þessu gert og yrði nú að halda haus og láta ekki bugast," svarar Sigurður M. Þorbergsson sallarólegur. 16.3.2009 14:25 Ringulreið Tyru Banks - myndband Í meðfylgjandi myndskeiði sem var tekið í Manhattan um helgina má sjá öngþveitið sem skapaðist á meðal kvenna sem biðu í röðum áður en þær þreyttu inntökupróf fyrir raunveruleikaþáttinn Americas Next Top Model, sem er í umsjá Tyru Banks. Öllum að óvörum var hrópað að sprengja væri um það bil að springa og í kjölfarið var inntökuprufunum hætt. Sex slösuðust og þrír handteknir sökum óláta. 16.3.2009 13:07 Norska innrásin Norðmenn hafa stolið senunni þá fimm mánuði sem liðnir eru frá íslenska efnahagshruninu. Guðna Ágústssyni, fyrrum formanni Framsóknarflokksins, þykir lítið til norsku innrásarinnar koma. 16.3.2009 06:30 Á spilunarlista Diesel-síðunnar Lagið Traffic Music með Hjaltalín verður sett á spilunarlista á heimasíðu fataframleiðandans Diesel eftir um það bil viku. Hægt verður að hlaða niður podcast-útgáfu af listanum en síðasta útgáfa af þessu tagi var sótt í yfir 1,5 milljónum eintaka. 16.3.2009 06:00 Grænlenskt þema á fyrstu einkasýningunni í London Fyrsta einkasýning ljósmyndarans Maríu Kjartansdóttur, Shared Future, stendur yfir í London um þessar mundir. Myndir frá Grænlandi eru áberandi á sýningunni. 16.3.2009 06:00 Kjaftfullt á pókermóti „Ég persónulega óttast lögregluna ekki. Henni er velkomið að fylgjast með þeirri löglegu starfsemi sem þarna fer fram,“ segir Davíð Rúnarsson fótboltakappi og pókerspilari. 16.3.2009 06:00 Hannes Daði á heimsmetið Hannes Daði Haraldsson, nemi í MH, er yngsti útvarpsmaður Íslandssögunnar. Hann var aðeins sex ára þegar hann stjórnaði þættinum Bros í bland á norðlensku útvarpsstöðinni Frostrásinni. Móðir hans Valgerður María Gunnarsdóttir var honum þá til halds og trausts. 16.3.2009 05:00 Heimildarmynd um RAX „Mér líst bara ágætlega á að vera í mynd, ætli ég verði samt ekki að fara í extreme makeover áður en tökur hefjast,“ segir Ragnar Axelsson, ljósmyndari. Í undirbúningi eru heimildarmynd um ljósmyndarann og ferðir hans til Grænlands en á þessu ári er væntanleg bók frá Grænlandsferðum hans undanfarin 25 ár. Ragnar segist ekki hafa haft hugmynd um þegar hann byrjaði á því að fara til Grænlands hvað verkefnið myndi skila honum. En þegar umræðan um hlýnun jarðar fór sífellt að verða háværari varð Ragnari ljóst að hann hafði nokkuð magnaðan vitnisburð um þessa mál á mynd; allar þær breytingar sem hafa orðið á Grænlandi á aðeins aldarfjórðungi. 16.3.2009 04:30 Stólasöfnun í fokheldri kirkju „Kirkjuskipið er fokhelt með flotuðu gólfi, en er annars steingrátt og hrátt, svona 2009 „lúkkið,“ segir Guðni Már Harðarson sóknarprestur í Lindakirkju. Þar munu fara fram sex fermingar við óvenjulegar aðstæður á næstunni, en ákveðið hefur verið í samráði við foreldra að ferma á annað hundrað börn í kirkjunni frá 21. mars til 4.apríl, þrátt fyrir að hún sé enn fokheld. 16.3.2009 04:00 Freida næsta Bondstúlka? Indverska leikkonan Freida Pinto mun að öllum líkindum hreppa hlutverk Bondstúlku fyrir næstu kvikmynd um spæjarann. Samkvæmt heimildum breska dagblaðsins The Sun vakti Freida, sem er 24 ára, fyrst athygli framleiðenda myndanna þegar verið var að kasta í hlutverk Bondstúlku fyrir Quantum of Solace, en þótti þá vera of ung. 16.3.2009 03:45 Réðst á ljósmyndara Lily Allen missti stjórn á skapi sínu og réðst á ljósmyndara í London á fimmtudagskvöldið. Lily, sem er 23 ára, kýldi, sparkaði og kastaði flösku í ljósmyndarann eftir að hann keyrði á bíl hennar þegar hún var að koma í upptökustúdíó. 16.3.2009 03:15 Allt varð brjálað hjá Tyru Banks Fyrirsætubransinn er harður heimur en væntanlega hefur engin búist við viðlíka átökum þegar áheyrnaprufur fyrir American‘s Next Top Model fóru fram í New York. 16.3.2009 02:30 Blúsgoðsögn væntanleg til landsins Pinetop Perkins mun spila á Blúshátíð í Reykjavík í næsta mánuði. Hátíðin stendur frá 4. til 9. apríl og verður glæsilegri en nokkurn tíma áður, segir Halldór Bragason listrænn stjórnandi hátíðarinnar. 15.3.2009 19:30 Opnaði verslun með notuðum barnafötum Atvinnulaus móðir í barneignarfríi hefur látið viðskiptahugmynd sem hún fékk eina andvökunótt í janúar verða að veruleika. Í dag opnaði hún verslun sem selur notuð barnaföt á lágu verði. 14.3.2009 20:37 Sjá næstu 50 fréttir
Frægari en hann vildi viðurkenna Í tilkynningu frá sundkappanum Benedikt S. Lafleur, kemur fram að hann er ekki félagi L listans og hefur ekki hug á nokkurn hátt að styðja það stjórnmálaafl eða er handgenginn því framboði á nokkurn hátt. 23.3.2009 13:13
Felipe Massa veðjar á orkudrykk Eiðs Smára Drykkjavöruframleiðandinn Soccerade, sem er í meirihlutaeigu Íslendinga, hefur gert samning við ökuþórinn Felipe Massa um að vera andlit drykkjarins. Hann verður í góðum félagsskap. 23.3.2009 07:00
Einar opnar Officeraklúbbinn með látum „Það er bara verið að opna stærsta skemmtistað landsins. Tvö þúsund fermetrar af fjöri,“ segir Einar Bárðarson umboðsmaður Íslands fjallbrattur. 23.3.2009 06:30
Íslendingar komu blaðskellandi á danskan blaðamarkað „Það kom okkur á óvart hversu miklar tilfinningar allir hlutaðeigandi lögðu í verkefnið. Og trúðu á það allt til enda,“ segir Morten Runge, danskur blaðamaður. 23.3.2009 06:00
Rihanna og Brown með kynlífsmyndband Rihanna óttast nú að kynlífsmyndband sem hún er sögð hafa gert með fyrrverandi kærasta sínum Chris Brown verði gert opinbert. Samkvæmt heimildum bandaríska tímaritsins Star eru Chris Brown og Rihanna ekki saman sem stendur þrátt fyrir að hafa tekið aftur saman eftir að Brown réðst á hana í síðasta mánuði. 23.3.2009 05:45
Up opnar Cannes-hátíð Opnunarmynd Cannes-hátíðarinnar, sem verður haldin í 62. sinn í maí, verður þrívíddarteiknimyndin Up frá framleiðandanum Disney-Pixar. Þetta verður í fyrsta sinn sem teiknimynd frá Disney er sýnd við opnun hátíðarinnar. 23.3.2009 05:30
U2 hættir á endanum Larry Mullen Jr., trommari U2, segir að hljómsveitin muni ekki starfa endalaust. „Sú stund mun renna upp að við segjum að nú sé best að hætta,“ sagði hinn 47 ára Mullen. „Hljómsveitin getur ekki haldið áfram endalaust, hún bara getur það ekki.“ 23.3.2009 04:15
Kama Sutra vinsæl í kreppunni „Jú, það er nú samasem merki þar á milli, það er að segja að aukinn áhugi fólks skili sér í aukinni sölu,“ segir Heiðar I. Svansson hjá Forlaginu. 23.3.2009 04:00
Paltrow með sektarkennd Leikkonan Gwyneth Paltrow finnur til sektarkenndar vegna þátttöku sinnar í hasarmyndinni Iron Man 2. Upptökur eru að hefjast í Bandaríkjunum og Paltrow finnst slæmt að þurfa að rífa börnin sín tvö, hina fjögurra ára Apple og hinn eins árs Moses, í burtu frá sínu hefðbundna umhverfi í London. „Ég finn til sektarkenndar sem móðir vegna þess að dóttir mín hlakkar til en sonur minn segir: „Ég vil ekki fara í burtu"," sagði Paltrow. „Ég leik samt eiginlega aldrei í kvikmyndum. Ég er eiginlega alltaf með börnunum mínum." 23.3.2009 03:45
Vill pólitíska þátttöku Billie Joe Armstrong, söngvari Green Day, segir að nýjustu plötu sveitarinnar, 21st Century Breakdown, sé ætlað að hvetja almenning til pólitískrar þátttöku. 23.3.2009 03:30
Laddi til liðs við Rokland „Við stefnum á tökur í ágúst," segir Snorri Þórisson, framleiðandi kvikmyndarinnar Rokland sem byggð er á samnefndri sögu Hallgríms Helgasonar. Marteinn Þórsson leikstýrir myndinni og Ólafur Darri Ólafsson verður í hlutverki bloggarans Bödda. Snorri sagði að ekki væri búið að ákveða frumsýningardag en útilokaði ekki að það yrði jafnvel um jólin. „Við verðum annaðhvort síðasta íslenska myndin á árinu eða sú fyrsta 2010." 23.3.2009 03:30
Kassettan í útvarpið Útvarpsþátturinn Kassettan hefur göngu sína á X-inu 977 næsta laugardag, 28. mars, í umsjón Ómars Eyþórssonar. Í þættinum, sem verður á dagskrá frá 10 til 12, verður einblínt á nýja tónlist. Hljómsveitir geta sent lögin sín til þáttarins á síðuna omar@x977.is og eina skilyrðið er að upptökugæðin séu í lagi. 23.3.2009 03:15
Brad Pitt of myndarlegur Kevin Macdonald, leikstjóri myndarinnar State of Play, er ánægður með að hjartaknúsarinn Brad Pitt hætti við að leika í myndinni. Ástæðan er sú að hann var of myndarlegur fyrir hlutverkið. 23.3.2009 02:15
Uppselt á tónleika Rökkurróar „Þetta er alveg fáránlegt því við vorum að búast við um 30 manns," segir Árni Þór Árnasson, gítar- og bassaleikari í hljómsveitinni Rökkurró, um tónleika sveitarinnar í Hannover í síðustu viku. Þar mættu um 130 tónleikagestir og vísa þurfti 50 manns frá vegna plássleysis. Rökkurró heldur alls sautján tónleika á ferðalagi sínu um Evrópu og voru komin hálfa leið til Würzburg þegar blaðamaður náði tali af þeim á föstudag. 23.3.2009 02:15
Bað um áritun Valentino Anne Hathaway bað ítalska fatahönnuðinn Valentino Garavani um að árita kjól sinn í einkasamkvæmi síðasta þriðjudag. Atvikið átti sér stað í matarboði sem haldið var til heiðurs tískukónginum sem er 76 ára. Hann var í þann mund að heilsa gestum sínum þegar hann rak sig í vínglas og helltist úr því yfir kjól Hathaway. 23.3.2009 01:45
Jade Goody er dáin Breska raunveruleikaþáttastjarnan Jade Goody lést í nótt eftir baráttu við krabbamein. Hún var tuttugu og sjö ára. 22.3.2009 09:55
Beygluð Beckham Fyrrum kryddpían og núverandi fótbolta-eiginkonan, Victoria Beckham, beygir sig og beyglar fyrir hátískurisann Armani. Sjálf hefur hún kvartað yfir því að hún líti hræðilega út nakin, samt sem áður er hún glæsileg í Armani myndatökunni. 21.3.2009 16:03
Idol-Siggi hættir keppni Sigurður Magnús Þorbergsson, Idol-Siggi, hefur afþakkað tólfta sætið í Idol Stjörnuleit en fyrsta beina útsendingin úr Smáralind er í kvöld á Stöð 2. Idol-Siggi segist taka þessa ákvörðun m.a. að tillitsemi við aðra keppendur í Idol Stjörnuleit en hann mun engu að síður taka lagið á stóra sviðinu í kvöld. 20.3.2009 14:43
Lést eftir léttvægt höfuðhögg Leikkonan Natasha Richardson lést af áverkum sem hún fékk eftir léttvægt högg sem hún hlaut á höfði. Læknar staðfestu þetta nú í kvöld en leikkonan slasaðist í skíðabraut fyrir byrjendur í Kanada. 19.3.2009 21:30
Birna flytur ljóð á Rósenberg „Ég performera ljóðin mín aðeins með aðstoð Gæðablóðanna því þá tekst mér það betur en ella því Gæðablóðin eru svo góð og skilja mig svo vel og tónlist og ljóð fara vel saman. Tjáningin getur runnið saman í eitt og það er mjög skemmtilegt," svarar Birna Þórðardóttir framkvæmdastjóri Mnningarfylgdar Birnu aðspurð aðspurð um ljóðaflutning hennar sem fram fer á morgun klukkan hálfsex á Café Rósenberg á Klapparstígnum. Birna mun flytja ljóð úr nýútkominni ljóðbók sinni Birna þó ... við undirleik Gæðablóðspilta Tómasar Tómassonar og Magnúsar R. Einarssonar. Aðgangur er ókeypis. 19.3.2009 15:46
Natasha Richardson látin Leikkonan Natasha Richardson lést á sjúkrahúsi í New York í gær eftir að hafa lent í skíðaslysi og hlotið höfuðáverka í Kanada á mánudaginn. Móðir Natösju, leikkonan og Óskarsverðlaunahafinn Vanessa Redgrave, var viðstödd andlát dóttur sinnar og einnig eiginmaðurinn Liam Neeson, en hann er einnig leikari. 19.3.2009 07:11
Hélt matreiðslunámskeið fyrir þingmenn - uppskriftir Wafaa Nabil Yousif Al Quinna er ein þeirra átta palestínsku kvenna sem fluttust til Akraness síðastliðið haust. Wafaa er 32 ára gömul þriggja barna móðir sem starfaði við bókhald í Írak áður en hún þurfti að flýja þaðan. 18.3.2009 19:20
Áttunda Food & fun hátíðin sett í Reykjavík Áttunda Food & fun hátíðin var sett í dag við hátíðlega athöfn. Það var Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- sjávarútvegs- og fjármálaráðherra sem setti hátíðina sem hefur vakið mikla lukku undanfarin ár. 18.3.2009 17:50
Rammíslenskur plötusnúður gerir víðreist á SXSW Hinn íslenski skífuþeytir Illugi Magnússon, betur þekktur undir listamannsheitinu DJ Platurn, stimplar sig heldur betur hressilega inn á tónlistarhátíðina SXSW („South by Southwest“) í Texas en hún hefst einmitt í dag og stendur fram á sunnudag. 18.3.2009 08:29
Pétur Jóhann á föstu með verkfræðinema - myndband „Pabbi er svolítið stífur og sá mig meira fyrir sér með lögfræðingi eða verkfræðingi," segir Sigrún Halldórsdóttir verkfræðinemi sem er kærasta Péturs Jóhanns Sigfússonar leikara. Viðtal við Sigrúnu, Audda og fjölskyldu Péturs Jóhanns má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. 17.3.2009 20:31
Íslensk Playboyfyrirsæta umvafin stórstjörnum „Ég er reyndar boðið að fara til Miami," segir Ornella Thelmudóttir fyrirsæta aðspurð frétta. „Mér var boðið að fara þangað á tískusýningar þar sem Olsen systurnar eru að sýna línuna sem þær eru með og Loren úr Hills þáttunum verður líka með show og margir aðrir," segir Ornella. „Síðan fer ég í kokteilboð með fræga fólkinu. Sem er ekki verra," segir hún hlæjandi og bætir við: „Það er mikill heiður að fá að fara og vera boðið allt þetta. Maður getur ekki kvartað að vera kominn inní svona hóp," segir Ornella áður en kvatt er. 17.3.2009 14:34
IDOL Siggi fær annan sjéns Sigurði M. Þorbergsyni var boðið að taka tólfta sætið í Idol-stjörnuleit Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hann ákvað eftir smá umhugsunarfrest að taka því og verður því meðal keppenda í Smáralindinni þann 20.mars. Sigurður fór í gegnum mikla rússíbanareið á föstudagskvöldinu þegar honum var hafnað í þrígang. Sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 segir þetta hafa verið bestu lausnina á mannlegum mistökum. 17.3.2009 13:10
Eiginkona Liam Neeson alvarlega slösuð Leikkonan Natasha Richardsson, eiginkona leikarans Liam Neeson slasaðist á skíðum í nágrenni Montreal. Leikkonan þjáist af alvarlegum höfuðáverkum eftir óhappið. Samstundis og Liam Neeson frétti af slysinu yfirgaf hann upptökustað þar sem kvikmyndin Chloe er mynduð. Hjónin eiga tvo syni Micheal, 13 ára, og Daniel, 12 ára. Natasha fór með hlutverk í kvikmyndunum The Parent Trap, Nell, og The Handmaid's Tale. 17.3.2009 12:13
Hernaðarleyndarmál Einars Bárðar „Ég vil ekkert gefa upp um neitt," svarar Einar Bárðarson aðspurður um opnunina á Officera Klúbbnum á Herstöðinni á Vallarheiði sem ákveðið hefur verið að færa aftur um viku. „Þetta eru hernaðarleyndarmál þarna við hvert fótmál og engin leið að fara opna á einhverja leka núna rétt fyrir opnun" segir Einar hlæjandi. 17.3.2009 11:55
Ásdís Rán tilnefnd fyrir kynþokka í Búlgaríu „Það er að renna upp eitt stærsta fjölmiðlakvöld í Búlgaríu, þetta er svona „Oscars kvöld" og kallast kvöld kynþokkans eða eitthvað álíka,“ svarar Ásdís Rán aðspurð hvað hún er að gera um þessar mundir í Búlgaríu. „Þarna eru 50 fjölmiðlar. Sjónvarp og pressa sem velja fallegustu og kynþokkafyllstu stjörnur ársins og ég er sem sagt nominated í over-all flokki," segir Ásdís. „Spurningin er hvort ég vinni allar stjörnurnar eftir einungis nokkra mánuði í Búlgaríu. Kemur í ljós á mánudaginn næsta,“ segir Ásdís Rán. 17.3.2009 11:19
Aniston losaði sig við kærastann Jennifer Aniston hefur sagt vinum sínum að hún sé hætt með söngvaranum og hjataknúsaranum John Mayer. Aniston er sögð hafa sagt honum upp eftir að hún kom úr kynningarferð frá Bretlandi í kringum myndina Marley & Me. 16.3.2009 21:01
Yngri sonur IDOL-Sigga brotnaði niður Þetta var ótrúleg útreið sem þú fékkst í Idolinu á föstudaginn. Hvernig tilfinning var að fagna og fá síðan nokkrum sekúndum síðar fréttir um að um mistök var að ræða? „Þetta var auðvitað svolítið sjokk, hélt fyrst að um grín væri að ræða og trúði því ekki að svona mistök gætu átt sér stað, en svo hugsaði ég með mér að ég gæti nú ekkert í þessu gert og yrði nú að halda haus og láta ekki bugast," svarar Sigurður M. Þorbergsson sallarólegur. 16.3.2009 14:25
Ringulreið Tyru Banks - myndband Í meðfylgjandi myndskeiði sem var tekið í Manhattan um helgina má sjá öngþveitið sem skapaðist á meðal kvenna sem biðu í röðum áður en þær þreyttu inntökupróf fyrir raunveruleikaþáttinn Americas Next Top Model, sem er í umsjá Tyru Banks. Öllum að óvörum var hrópað að sprengja væri um það bil að springa og í kjölfarið var inntökuprufunum hætt. Sex slösuðust og þrír handteknir sökum óláta. 16.3.2009 13:07
Norska innrásin Norðmenn hafa stolið senunni þá fimm mánuði sem liðnir eru frá íslenska efnahagshruninu. Guðna Ágústssyni, fyrrum formanni Framsóknarflokksins, þykir lítið til norsku innrásarinnar koma. 16.3.2009 06:30
Á spilunarlista Diesel-síðunnar Lagið Traffic Music með Hjaltalín verður sett á spilunarlista á heimasíðu fataframleiðandans Diesel eftir um það bil viku. Hægt verður að hlaða niður podcast-útgáfu af listanum en síðasta útgáfa af þessu tagi var sótt í yfir 1,5 milljónum eintaka. 16.3.2009 06:00
Grænlenskt þema á fyrstu einkasýningunni í London Fyrsta einkasýning ljósmyndarans Maríu Kjartansdóttur, Shared Future, stendur yfir í London um þessar mundir. Myndir frá Grænlandi eru áberandi á sýningunni. 16.3.2009 06:00
Kjaftfullt á pókermóti „Ég persónulega óttast lögregluna ekki. Henni er velkomið að fylgjast með þeirri löglegu starfsemi sem þarna fer fram,“ segir Davíð Rúnarsson fótboltakappi og pókerspilari. 16.3.2009 06:00
Hannes Daði á heimsmetið Hannes Daði Haraldsson, nemi í MH, er yngsti útvarpsmaður Íslandssögunnar. Hann var aðeins sex ára þegar hann stjórnaði þættinum Bros í bland á norðlensku útvarpsstöðinni Frostrásinni. Móðir hans Valgerður María Gunnarsdóttir var honum þá til halds og trausts. 16.3.2009 05:00
Heimildarmynd um RAX „Mér líst bara ágætlega á að vera í mynd, ætli ég verði samt ekki að fara í extreme makeover áður en tökur hefjast,“ segir Ragnar Axelsson, ljósmyndari. Í undirbúningi eru heimildarmynd um ljósmyndarann og ferðir hans til Grænlands en á þessu ári er væntanleg bók frá Grænlandsferðum hans undanfarin 25 ár. Ragnar segist ekki hafa haft hugmynd um þegar hann byrjaði á því að fara til Grænlands hvað verkefnið myndi skila honum. En þegar umræðan um hlýnun jarðar fór sífellt að verða háværari varð Ragnari ljóst að hann hafði nokkuð magnaðan vitnisburð um þessa mál á mynd; allar þær breytingar sem hafa orðið á Grænlandi á aðeins aldarfjórðungi. 16.3.2009 04:30
Stólasöfnun í fokheldri kirkju „Kirkjuskipið er fokhelt með flotuðu gólfi, en er annars steingrátt og hrátt, svona 2009 „lúkkið,“ segir Guðni Már Harðarson sóknarprestur í Lindakirkju. Þar munu fara fram sex fermingar við óvenjulegar aðstæður á næstunni, en ákveðið hefur verið í samráði við foreldra að ferma á annað hundrað börn í kirkjunni frá 21. mars til 4.apríl, þrátt fyrir að hún sé enn fokheld. 16.3.2009 04:00
Freida næsta Bondstúlka? Indverska leikkonan Freida Pinto mun að öllum líkindum hreppa hlutverk Bondstúlku fyrir næstu kvikmynd um spæjarann. Samkvæmt heimildum breska dagblaðsins The Sun vakti Freida, sem er 24 ára, fyrst athygli framleiðenda myndanna þegar verið var að kasta í hlutverk Bondstúlku fyrir Quantum of Solace, en þótti þá vera of ung. 16.3.2009 03:45
Réðst á ljósmyndara Lily Allen missti stjórn á skapi sínu og réðst á ljósmyndara í London á fimmtudagskvöldið. Lily, sem er 23 ára, kýldi, sparkaði og kastaði flösku í ljósmyndarann eftir að hann keyrði á bíl hennar þegar hún var að koma í upptökustúdíó. 16.3.2009 03:15
Allt varð brjálað hjá Tyru Banks Fyrirsætubransinn er harður heimur en væntanlega hefur engin búist við viðlíka átökum þegar áheyrnaprufur fyrir American‘s Next Top Model fóru fram í New York. 16.3.2009 02:30
Blúsgoðsögn væntanleg til landsins Pinetop Perkins mun spila á Blúshátíð í Reykjavík í næsta mánuði. Hátíðin stendur frá 4. til 9. apríl og verður glæsilegri en nokkurn tíma áður, segir Halldór Bragason listrænn stjórnandi hátíðarinnar. 15.3.2009 19:30
Opnaði verslun með notuðum barnafötum Atvinnulaus móðir í barneignarfríi hefur látið viðskiptahugmynd sem hún fékk eina andvökunótt í janúar verða að veruleika. Í dag opnaði hún verslun sem selur notuð barnaföt á lágu verði. 14.3.2009 20:37