Lífið

Átti enga vini í skóla

Lily Allen
Lily Allen
Söngkonan Lily Allen sem hefur verið að gera það nokkuð gott undanfarið hefur viðurkennt að hún hafi ekki átt neina vini í skóla. Það hafi orðið til þess að hún varð „internet-nörd".

Söngkonan, sem sló fyrst í gegn á MySpace, sagði nýlega við tímarit vestan hafs að hún væri stolt af því að eiga fleiri „vini" á internetinu en nokkur annar í heiminum.

„Ég átti nú ekkert erfiða tíma í æsku, en ég átti enga vini í skólanum."

„Þegar ég bjó ennþá hjá mömmu kom hún ætti sinn upp þar sem ég var í tölvunni. Ég sagði: Mamma ég á fleiri vini en allir í Bretlandi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.