Safnahús í eina öld 28. mars 2009 06:00 Þjóðmenningarhúsið. Í ár er öld liðin frá því að safnahúsið við Hverfisgötu var vígt: það var reist yfir Landsbókasafnið og Landsskjalasafnið árin 1906-1908. Forngripasafnið og Náttúrugripasafnið voru þar fyrstu áratugina. Hinn 28. mars 1909 var lestrarsalur Landsbókasafnsins opnaður almenningi með viðhöfn. Í dag verða opnaðar þrjár nýjar sýningar: ÍSLAND: KVIKMYNDIR, Að spyrja Náttúruna – saga Náttúrugripasafns Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands – 90 ár í Safnahúsi. ÍSLAND: KVIKMYND dregur upp mynd af þróun kvikmyndagerðar á Íslandi frá 1904 til 2008. Sýningin er eins og opið skjalasafn og þar má sjá hundrað íslenskar myndir frá þessu tímabili. Að spyrja Náttúruna rekur sögu Náttúrugripasafnsins frá 1889 til 2008. Blómaskeið þess var á fyrstu áratugum 20. aldar. Á sýningunni er að finna upplýsingar um sögu safnsins og nokkra muni þess: geirfugl, tígrisdýr, gróðursýni og apa. Þjóðskjalasafnið setur upp sýningu í bókasal. Sýnd verða valin skjöl, tengd Safnahúsinu og tengd stjórnskipun landsins. Í ár eru 200 ár liðin síðan Jörundur hundadagakonungur ríkti í nokkrar vikur sumarið 1809 og eru af því tilefni sýnd margvísleg gögn frá veru hans hér á landi. Sýningarnar verða opnar almenningi frá. 11 til 17. Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í ár er öld liðin frá því að safnahúsið við Hverfisgötu var vígt: það var reist yfir Landsbókasafnið og Landsskjalasafnið árin 1906-1908. Forngripasafnið og Náttúrugripasafnið voru þar fyrstu áratugina. Hinn 28. mars 1909 var lestrarsalur Landsbókasafnsins opnaður almenningi með viðhöfn. Í dag verða opnaðar þrjár nýjar sýningar: ÍSLAND: KVIKMYNDIR, Að spyrja Náttúruna – saga Náttúrugripasafns Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands – 90 ár í Safnahúsi. ÍSLAND: KVIKMYND dregur upp mynd af þróun kvikmyndagerðar á Íslandi frá 1904 til 2008. Sýningin er eins og opið skjalasafn og þar má sjá hundrað íslenskar myndir frá þessu tímabili. Að spyrja Náttúruna rekur sögu Náttúrugripasafnsins frá 1889 til 2008. Blómaskeið þess var á fyrstu áratugum 20. aldar. Á sýningunni er að finna upplýsingar um sögu safnsins og nokkra muni þess: geirfugl, tígrisdýr, gróðursýni og apa. Þjóðskjalasafnið setur upp sýningu í bókasal. Sýnd verða valin skjöl, tengd Safnahúsinu og tengd stjórnskipun landsins. Í ár eru 200 ár liðin síðan Jörundur hundadagakonungur ríkti í nokkrar vikur sumarið 1809 og eru af því tilefni sýnd margvísleg gögn frá veru hans hér á landi. Sýningarnar verða opnar almenningi frá. 11 til 17.
Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira