Fleiri fréttir

Sverre: Við drápum þá

Varnartröllið Sverre Andreas Jakobsson átti stórbrotinn síðari hálfleik í kvöld ásamt félaga sínum Ingimundi Ingimundarsyni.

Aron: Hélt aldrei að við myndum tapa

Ungstirnið Aron Pálmarsson var ekki lengur að ná sér niður eftir sigurinn dramatíska á Austurríki í kvöld og var afslappaður er Vísir hitti á hann.

Björgvin: Ég var með gæsahúð í 30 mínútur

„Ég var með gæsahúð í 30 mínútur,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins í handbolta í viðtali við Hörð Magnússon á Stöð 2 sport eftir frábæran sigur liðsins gegn Austurríki.

Sverre: Þetta var bara ótrúlegt

„Við ræddum um það í hálfleik að sýna hvað við vorum búnir að vinna í fyrir leikinn. Við vorum búnir að leggja línurnar og ætluðum að gera hlutina allt öðruvís í fyrri hálfleik,“ sagði Sverre Jakobsson við Hörð Magnússon á Stöð 2 sport eftir leikinn.

Guðmundur: Liðið sýndi stórkostlegan karakter

„Þessi leikur vannst í síðari hálfleik, það er það eina sem ég veit,“ sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta við Hörð Magnússon á Stöð 2 sport eftir 26-23 sigur liðsins gegn Austurríki á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld.

FH lagði Hauka í grannaslag

FH vann í kvöld sigur á Haukum, 25-18, í N1-deild kvenna í handbolta. Staðan í hálfleik var 10-8, FH-ingum í vil.

Valskonur örugglega inn í undanúrslitin

Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér sæti í undanúrslitum Eimskipsbikar kvenna í handbolta með fjórtán marka sigri á ÍBV, 35-21 í Vestmannaeyjum í kvöld. Valsliðið var 13-7 yfir í hálfleik.

Ungverjar stóðust áhlaup Japana

Ungverjaland vann nokkuð þægilegan sigur á Japönum í riðli Íslands á HM í handbolta í dag þrátt fyrir að þeir síðarnefndu hafi náð að saxa verulega á forskotið á lokakafla leiksins.

Sturla: Menn mæta alveg trítilóðir í þennan leik

Sturla Ásgeirsson er einn þriggja sérfræðinga Vísis um HM í handbolta en Ísland mætir Austurríki í kvöld. Sturla þekkir vel til í íslenska liðinu enda var hann bæði í silfurliðinu á Ólympíuleikunum í Peking og í bronsliðinu á EM í Austurríki í fyrra. Hann er bjartsýnn fyrir leikinn í kvöld.

Strákarnir mæta vel undirbúnir í kvöld

Íslenska landsliðið á harma að hefna gegn Austurríki í kvöld en Austurríkismenn fóru illa með strákana í október síðastliðnum er liðin mættust í undankeppni EM.

Sverre: Við Diddi vorum á innsoginu

"Það virðast allir vera mjög glaðir yfir þessu marki og það gleður mig að geta glatt þjóðina með svona stórglæsilegu marki," sagði brosmildur Sverre Andreas Jakobsson eftir leikinn gegn Japan í gær.

Alexander Petersson samdi við Rhein Neckar Löwen

Alexander Petersson hefur samið við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen og mun íslenski landsliðsmaðurinn ganga til liðs við Löwen eftir næstu leiktíð. Petersson er leikmaður Fücshe Berlín en samningur hans við félagið rennur út eftir leiktíðina 2011-2012. Frá þessu er greint á heimasíðu RN Löwen.

Ólafur: Ég er klár í slaginn

Ólafur Stefánsson var klár í slaginn með íslenska landsliðinu gegn Japan í gær en þar sem félagar hans léku einstaklega vel gat hann hvílt allan leikinn.

Ísland - Japan- myndasyrpa

Íslendingar sýndu allar bestu hiðar sínar í gær í 14 marka sigri gegn Japan á heimsmeistaramótinu í handbolta. Valgaður Gíslason ljósmyndari Fréttablaðsins og visir.is er í Linköping og hér má sjá brot af þeim myndum sem hann tók.

HM: Sex leikir á dagskrá og Ísland - Austurríki 20.30

Alls eru sex leikir á dagskrá í dag á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð. Íslendingar leika gegn Austurríki og hefst leikurinn kl. 20.30. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport en upphitun hefst í þættinum Þorsteinn J. & gestir kl. 19.00 og eftir leikinn verður haldið áfram þar sem leikurinn verður krufinn til mergjar með handboltasérfræðingum þáttarins.

Guðjón Valur markahæstur á HM með 24 mörk

Guðjón Valur Sigurðsson er markahæsti leikmaðurinn á HM að loknum þremur umferðum. Hornamaðurinn hefur skorað 24 mörk sem gerir 8 mörk að meðaltali. Alexander Petersson er með 17 mörk og Þórir Ólafsson 13.

Við vorum vel undirbúnir

Hornamaðurinn Þórir Ólafsson átti sannkallaðan stórleik fyrir íslenska landsliðið gegn Japan í gær. Hann skoraði sjö mörk úr sjö skotum og virðist vart geta klúðrað skoti.

Fyrsti fyrirliðinn yfir tíu marka múrinn

Guðjón Valur Sigurðsson, tók við fyrirliðabandinu af Ólafi Stefánssyni fyrir Brasilíuleikinn á laugardagskvöldið og endurskrifaði síðan HM-sögu Íslands í leiknum. Guðjón skoraði nefnilega ellefu mörk og varð fyrsti fyrirliði Íslands frá upphafi sem nær því að brjóta tíu marka múrinn í úrslitakeppni HM.

Taplausir í 21 ár

Íslenska handboltalandsliðið vann í gær sigur á Japan í þriðja leik sínum á HM í Svíþjóð og hélt þar með í þá hefð sína að vinna alltaf þriðja leik sinn á heimsmeistaramóti.

Bestu atriðin úr þætti Þorsteins J. - Ísland - Japan

Guðmundur Guðmundsson, Óskar Bjarni Óskarsson og Gunnar Magnússon eru menn leiksins eftiir 14 marka sigur Íslands gegn Japan. Þetta var samdóma álit handbolta sérfræðinga Stöðvar 2 sport í þættinum Þorsteinn J. & gestir á Stöð 2 sport í kvöld. Samantekt úr þættinum er hægt að skoða með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan.

Hápunktar úr leik Íslands og Japan - Þorsteinn J & gestir

Íslenska handboltalandsliðið fór á kostum í kvöld í Linköping í Svíþjóð og rúllaði upp japanska landsliðinu með 14 marka mun, 36-22. Tilþrif Íslendinga voru oft á tíðum stórkostleg og í þætti Þorsteins J. & gestir voru hápunktar leiksins rammaðir inn með þessum hætti – og skreytt með frábæru lagi frá Eberg „The right thing to do“.

Kári: Eftir markið kom skita

Það hefur mikið verið látið með þá staðreynd að Kári Kristján Kristjánsson væri ekki búinn að skora á stórmóti. Stíflan brast þó gegn Japan í kvöld.

Umfjöllun: Þriðji sigur Dana

Danir sigruðu Serba í C-riðli Heimsmeistaramótsins í handknattleik en leikurinn fór fram í Malmö í kvöld. Danir eru því með fullt hús stiga eftir þrjár fyrstu umferðirnar og að öllum líkindum búnir að tryggja að þeir fara að minnsta kosti með tvö stig áfram í milliriðilinn.

Guðmundur: Vorum með öll svörin

Guðmundur Guðmundsson var að vonum ánægður með fagmannlegan sigur á Japan í kvöld en hann var ekki að missa sig í gleðinni og þegar farinn að hugsa um leikinn gegn Austurríki á morgun.

Hreiðar: „Mér er illt í andlitinu“

Hreiðar Levý varði 14 skot og þarf af tvö vítaköst og hann fékk boltann tvívegis í andlitið. „Mér er illt í andlitinu en það er allt í lagi að fá boltann í andlitið ef það hjálpar liðinu. Það var gott fyrir mig að komast í „kontakt“ við þetta mót með þessum leik,“ sagði Hreiðar við Hörð Magnússon á Stöð 2 sport eftir 32-22 sigur Íslands gegn Japan á HM í Svíþjóð í handbolta í kvöld.

Lars: Hann er alveg ískaldur, kannski er hann Íslendingur

Lars Christiansen, hinn eldhressi fyrirliði danska landsliðsins í handknattleik, var að vonum ánægður eftir 35-27 sigur gegn Serbum á Heimsmeistaramótinu í handknattleik en leikurinn fór fram í Malmö í kvöld. Danir eru því með fullt hús stiga eftir þrjá leiki og auk þess líklega búnir að tryggja að þeir taka að minnsta kosti tvö stig með sér áfram í milliriðilinn.

Snorri Steinn: Fyrri hálfleikurinn var nánast fulkominn

„Við lögðum allt í þennan leik og ætluðum ekki brenna okkur á neinu eins og Austurríki gerði á móti þeim,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson í viðtali við Hörð Magnússon á Stöð 2 sport eftir 36-22 sigur Íslands gegn Japan á HM í kvöld. Ísland er með 6 stig eftir þrjár leiki.

Guðmundur: Við leystum þeirra varnarleik frábærlega

„Ég er nokkuð ánægður með leikinn, vörnin var flott og hraðaupphlaupin voru góð – við leystum þeirra varnarleik frábærlega,“ sagði Guðmundur Guðmundsson við Hörð Magnússon í viðtali á Stöð 2 sport í kvöld eftir 36-22 sigur Íslands gegn Japan á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld.

Ólafur hitar upp - spilar líklega gegn Japan

Ólafur Stefánsson virðist ætla að láta á það reyna í kvöld hvort hann geti spilað vegna hnémeiðslanna sem hann varð fyrir í leiknum gegn Ungverjalandi. Hann er mættur út á gólfið og tekur þátt í uphitun landsliðsins af fullum krafti.

Norðmenn unnu Austurríkismenn létt

Norðmenn komu sterkir til baka eftir tapið á móti Ungverjum og unnu sex marka sigur á Austurríki, 33-27, í öðrum leiknum í íslenska riðlinum í dag. Norðmenn hafa því fjögur stig eins og Ísland og Ungverjaland en strákarnir okkar eiga leik inni á móti Japan á eftir.

Dagur þekkir alla í Linköping

Gamli landsliðsfyrirliðinn, Dagur Sigurðsson, er mættur til Linköping og ætlar að fylgjast með næstu tveim umferðum í B-riðli HM.

Ungverjar unnu Brassana með tólf marka mun

Ungverjar unnu öruggan tólf marka sigur á Brasilíu, 36-24, í fyrsta leik dagsins í riðli Íslands á HM í handbolta í Svíþjóð. Ungverjar hafa því unnið tvo leiki í röð síðan að þeir töpuðu fyrir íslenska landsliðinu í fyrsta leik.

Argentínumenn unnu Slóvaka sannfærandi

Argentínumenn fylgdu eftir góðum leik á móti Póllandi í gær með því að vinna sannfærandi fimm marka sigur á Slóvökum, 23-18, á HM í handbolta í dag. Argentínumenn eru því komnir með þrjú stig í sínum riðli og verða með í baráttunni um sæti í milliriðli.

Ótrúlegt korter sá um Japana

Ísland sýndi ótrúleg tilþrif á fyrsta stundarfjórðungnum gegn Japan í kvöld sem gaf tóninn fyrir yfirburðasigur. Lokatölur 36-22.

Kjelling líklega ekki með Noregi í kvöld

Noregur og Austurríki mætast í mjög mikilvægum leik í kvöld en þessi lið eru með Íslandi í riðli á HM í handbolta. Norðmenn verða líklega án síns besta manns, Kristian Kjelling.

Sjá næstu 50 fréttir