Dagur: Það eru fá lið sem geta stoppað íslenska liðið á þessum hraða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2011 16:45 Dagur Sigurðsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts Dagur Sigurðsson, fyrrum landsliðsþjálfari Austurríkis, var í viðtali við Valtýr Björn Valtýsson og Ívar Guðmundsson á Bylgjunni í í dag. Hann talaði um frammistöðu íslenska liðsins á mótinu og um leikinn á móti Austurríki í kvöld. Dagur spáði íslenska liðinu öruggum sigri á móti Japan og að leikurinn myndi klárast jafnvel í fyrri hálfleik. Dagur reyndist sannspár í því því Ísland var 22-8 yfir í hálfleik og vann fjórtán marka sigur. „Fyrir mig var þetta nokkuð fyrirsjáanlegt en það var líka af því að ég þekki Japana vel og var búinn að vera innan um þá og búinn að sjá hvaða áhrif þessi sigurleikur gegn Austurríki hafði á þá. Þeir voru svolítið upp með sér. Þeir héldu kannski að svona frammistaða myndi duga til en áttuðu sig ekki á því að Austurríkismenn voru líka sjálfum sér verstir í þeim leik," segir Dagur. „Það er svolítið erfiðara að rýna í þenann leik í kvöld en miðað við þessa þrjá leiki sem Ísland er búið að spila þá hafa þeir verið frábærir, sérstaklega í fyrri hálfleik á móti Japan og í Ungverjaleiknum. Þessi leikur á móti Brasilíu og seinni hálfeikurinn í gær skiptu síðan engu máli af því að þá var þetta allt í öruggum höndum. Þetta gefur hrikalega góð fyrirheit plús Þjóðverjaleikirnir heima þar sem strákarnir voru á fullu," segir Dagur og hann segir að Austurríkismenn séu í vandræðum. „Það hefur komið smá hökt á Austurríki. Þeir skíttöpuðu æfingaleik á móti Serbum rétt fyrir mótið og það virðist sitja eitthvað aðeins í þeim. Þeir fengu smá högg þar eftir góða leiki við Þjóðverja og Íslendinga í undankeppni EM. Það hefur eitthvað sett þá út af laginu og þeir eru ekki sjálfum sér líkir. Það er einhver deyfð yfir þessu og það er voðalega skrítin stemmning," segir Dagur.Mynd/Valli„Að sama skapi er það hættulegt fyrir íslenska liðið því Austurríki er komið endanlega upp við vegg og verða bíta frá sér. Þeir koma til með að gefa allt í þetta og það er karakter í þessum strákum. Það gæti orðið hættulegt en það eru bara fá lið sem geta stoppað íslenska liðið á þessum hraða og á þessu tempói," sagði Dagur. Dagur var hrifinn af því hvernig Japansleikurinn var lagður upp. „Þeir voru algjörlega taktískt með þetta. Gummi og Óskar voru greinilega búnir að vinna heimavinnuna og fyrstu sóknirnar voru bara kennslubókardæmi. Það var eitt og hitt var það hversu strákarnir settu mikla orku í þetta og gáfu mikið af sér í fyrstu varnarvinnuna. Ingimundur og Sverre voru frábærir. Petersson var líka frábær í sinni varnarvinnu," segir Dagur. Valtýr spurði hversu mikil orka fór í japansleikinn hjá íslenska liðinu.„Það fór lítil orka í þennan leik hjá Íslandi. Einu mennirnir sem voru í einhverju verulegu álagi í gær voru miðjublokkin (Sverre og Ingimundur). Allir aðrir komust tiltölulega létt í gegnum þetta," segir Dagur. „Þetta var eins og Kiel-leikur fyrir Aron og hann skokkaði létt í gegnum þetta. Hinir gerðu þetta, hann þurfti ekki að gera þetta og var bara að dóla sér. Hann kemur alveg frískur inn í dag eins og Arnór sem þurfti ekki að spila mikið.Snorri þurfti ekki að spila mikið og var með auðvelt hlutskipti. Það var reyndar svolítið álag á Alex en við höfum ekki áhyggjur af því. Hann hleypur í gegnum veggi en honum er sagt að gera það. Óli fékk pásu og Róbert fékk líka hvíld í gær. Það brennur ekkert á því hjá okkur," segir Dagur.Mynd/DIENERValtýr spurði hvort að slæmt tap í síðasta leik á móti Austurríki sé ekki nóg til að gíra íslensku strákana upp fyrir leikinn. „Bara tapið sem slíkt hlýtur að setja smá blóð á tennurnar í íslenska liðinu. Ég held að gæði íslenska liðsins munu skila þessum sigri. Þegar bæði gæðin og stemmningin er okkar megin þá held ég að þetta verði engin spurning," segir Dagur og bætir við: „Það kom mér rosalega á óvart þegar Ísland tapaði fyrir Austurríki á sínum tíma en núna eru þjálfarnir búnir að fá meiri tíma með þeim og strákarnir þurfa svolítinn tíma til þess að komast inn í þessa varnarvinnu. Það er greinilega að það duga ekki einn til tveir dagar til þess að komast inn í þessa vörn en hún er alveg frábær núna," segir Dagur. Leikur Íslands og Austurríkis hefst klukkan 20.30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Ég hef það á tilfinningunni að þetta gæti orðið jafnt til að byrja með en ég hef samt það jafnframt á tilfinningunni að þetta verði nokkuð þægilegt og vinnist með þremur til fjórum mörkum," sagði Dagur að lokum. Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira
Dagur Sigurðsson, fyrrum landsliðsþjálfari Austurríkis, var í viðtali við Valtýr Björn Valtýsson og Ívar Guðmundsson á Bylgjunni í í dag. Hann talaði um frammistöðu íslenska liðsins á mótinu og um leikinn á móti Austurríki í kvöld. Dagur spáði íslenska liðinu öruggum sigri á móti Japan og að leikurinn myndi klárast jafnvel í fyrri hálfleik. Dagur reyndist sannspár í því því Ísland var 22-8 yfir í hálfleik og vann fjórtán marka sigur. „Fyrir mig var þetta nokkuð fyrirsjáanlegt en það var líka af því að ég þekki Japana vel og var búinn að vera innan um þá og búinn að sjá hvaða áhrif þessi sigurleikur gegn Austurríki hafði á þá. Þeir voru svolítið upp með sér. Þeir héldu kannski að svona frammistaða myndi duga til en áttuðu sig ekki á því að Austurríkismenn voru líka sjálfum sér verstir í þeim leik," segir Dagur. „Það er svolítið erfiðara að rýna í þenann leik í kvöld en miðað við þessa þrjá leiki sem Ísland er búið að spila þá hafa þeir verið frábærir, sérstaklega í fyrri hálfleik á móti Japan og í Ungverjaleiknum. Þessi leikur á móti Brasilíu og seinni hálfeikurinn í gær skiptu síðan engu máli af því að þá var þetta allt í öruggum höndum. Þetta gefur hrikalega góð fyrirheit plús Þjóðverjaleikirnir heima þar sem strákarnir voru á fullu," segir Dagur og hann segir að Austurríkismenn séu í vandræðum. „Það hefur komið smá hökt á Austurríki. Þeir skíttöpuðu æfingaleik á móti Serbum rétt fyrir mótið og það virðist sitja eitthvað aðeins í þeim. Þeir fengu smá högg þar eftir góða leiki við Þjóðverja og Íslendinga í undankeppni EM. Það hefur eitthvað sett þá út af laginu og þeir eru ekki sjálfum sér líkir. Það er einhver deyfð yfir þessu og það er voðalega skrítin stemmning," segir Dagur.Mynd/Valli„Að sama skapi er það hættulegt fyrir íslenska liðið því Austurríki er komið endanlega upp við vegg og verða bíta frá sér. Þeir koma til með að gefa allt í þetta og það er karakter í þessum strákum. Það gæti orðið hættulegt en það eru bara fá lið sem geta stoppað íslenska liðið á þessum hraða og á þessu tempói," sagði Dagur. Dagur var hrifinn af því hvernig Japansleikurinn var lagður upp. „Þeir voru algjörlega taktískt með þetta. Gummi og Óskar voru greinilega búnir að vinna heimavinnuna og fyrstu sóknirnar voru bara kennslubókardæmi. Það var eitt og hitt var það hversu strákarnir settu mikla orku í þetta og gáfu mikið af sér í fyrstu varnarvinnuna. Ingimundur og Sverre voru frábærir. Petersson var líka frábær í sinni varnarvinnu," segir Dagur. Valtýr spurði hversu mikil orka fór í japansleikinn hjá íslenska liðinu.„Það fór lítil orka í þennan leik hjá Íslandi. Einu mennirnir sem voru í einhverju verulegu álagi í gær voru miðjublokkin (Sverre og Ingimundur). Allir aðrir komust tiltölulega létt í gegnum þetta," segir Dagur. „Þetta var eins og Kiel-leikur fyrir Aron og hann skokkaði létt í gegnum þetta. Hinir gerðu þetta, hann þurfti ekki að gera þetta og var bara að dóla sér. Hann kemur alveg frískur inn í dag eins og Arnór sem þurfti ekki að spila mikið.Snorri þurfti ekki að spila mikið og var með auðvelt hlutskipti. Það var reyndar svolítið álag á Alex en við höfum ekki áhyggjur af því. Hann hleypur í gegnum veggi en honum er sagt að gera það. Óli fékk pásu og Róbert fékk líka hvíld í gær. Það brennur ekkert á því hjá okkur," segir Dagur.Mynd/DIENERValtýr spurði hvort að slæmt tap í síðasta leik á móti Austurríki sé ekki nóg til að gíra íslensku strákana upp fyrir leikinn. „Bara tapið sem slíkt hlýtur að setja smá blóð á tennurnar í íslenska liðinu. Ég held að gæði íslenska liðsins munu skila þessum sigri. Þegar bæði gæðin og stemmningin er okkar megin þá held ég að þetta verði engin spurning," segir Dagur og bætir við: „Það kom mér rosalega á óvart þegar Ísland tapaði fyrir Austurríki á sínum tíma en núna eru þjálfarnir búnir að fá meiri tíma með þeim og strákarnir þurfa svolítinn tíma til þess að komast inn í þessa varnarvinnu. Það er greinilega að það duga ekki einn til tveir dagar til þess að komast inn í þessa vörn en hún er alveg frábær núna," segir Dagur. Leikur Íslands og Austurríkis hefst klukkan 20.30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Ég hef það á tilfinningunni að þetta gæti orðið jafnt til að byrja með en ég hef samt það jafnframt á tilfinningunni að þetta verði nokkuð þægilegt og vinnist með þremur til fjórum mörkum," sagði Dagur að lokum.
Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira