Handbolti

Alexander Petersson samdi við Rhein Neckar Löwen

Alexander Petersson samdi við RN Löwen og fer til liðsins eftir tímabilið 2011-2012.
Alexander Petersson samdi við RN Löwen og fer til liðsins eftir tímabilið 2011-2012. Mynd/Valli

Alexander Petersson hefur samið við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen og mun íslenski landsliðsmaðurinn ganga til liðs við Löwen eftir næstu leiktíð. Petersson er leikmaður Fücshe Berlín en samningur hans við félagið rennur út eftir leiktíðina 2011-2012. Frá þessu er greint á heimasíðu RN Löwen.

Guðmundur Guðmundsson er þjálfari RN - Löwen og með liðinu leika þrír íslenskir landsliðsmenn, Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson.

Alexander gekk í raðir Fücshe Berlín s.l. sumar eftir að hafa verið hjá Flensburg. Dagur Sigurðsson er þjálfari Fücshe Berlín og hefur liðið leikið vel undir hans stjórn á þessari leiktíð og þar hefur Alexander leikið stórt hlutverk.

„Það var heildarpakkinn sem gerði útslagið,“ sagði Alexander í viðtali á heimasíðu Löwen. „Ég vil vinna titla með Löwen.“

Thorsten Storm, framkvæmdarstjóri félagsins, var hæstánægður með að fá Alexander. „Hann getur spilað í báðum stöðunum á hægri vænginum og er einnig afar sterkur varnarmaður.“

Alexander skrifaði undir þriggja ára samning og verður því hjá félaginu til 2015.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×