Handbolti

Norðmenn unnu nauman sigur á Brasilíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Erlend Mamelund var Norðmönnum dýrmætur í kvöld.
Erlend Mamelund var Norðmönnum dýrmætur í kvöld. Mynd/Valli

Norðmenn sluppu með naumindum þegar að þeir mættu Brasilíu í riðli Íslands á HM í handbolta í kvöld. Lokatölur voru 26-25.

Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 13-12, Noregi í vil.

Svo virtist sem að Norðmenn væru að stinga af þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka og þeir komust fimm mörkum yfir, 23-18.

En Brasilíumenn neituðu að gefast upp og minnkuðu muninn í eitt mark. Þeir komust svo í hraðaupphlaup þegar um mínúta var til leiksloka en fóru illa að ráði sínu og skutu framhjá.

Erlend Mamelund náði svo tveggja marka forystu fyrir Noreg sem dugði til að tryggja sigurinn.

Með sigrinum eru Norðmenn komnir áfram í milliriðlakeppnina. Noregur mætir Íslandi á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×