Handbolti

Dagur: Alexander greinilega sáttur við að sitja upp í stúku

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Dagur Sigurðsson var ekki ánægður með þá ákvörðun Alexanders Peterssonar um að ganga til liðs við Rhein-Neckar Löwen árið 2012.

Frá því var greint í morgun að Alexander hefði skrifað undir samning við Löwen en klárar þó fyrst samninginn sinn við Füchse Berlin, þar sem Dagur er þjálfari. Samningurinn rennur út eftir eitt og hálft ár.

„Ég vona að honum gangi vel. Hann á eftir eitt og hálft ár af samninnum og ég hef þann tíma til að finna eftirmann hans," sagði Dagur í samtali við Hörð Magnússon íþróttafréttamann í Linköping í Svíþjóð í dag.

„Það versta er að hann talaði ekki við mig persónulega. Hann hlýtur því að vera sáttur við að sitja upp í stúku í eitt og hálft ár. Við verðum bara að sjá til."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×