Handbolti

Strákarnir mæta vel undirbúnir í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson í Linköping skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason taka á Austurríkismanninum Robert Weber á EM í fyrra.
Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason taka á Austurríkismanninum Robert Weber á EM í fyrra. Mynd/DIENER

Íslenska landsliðið á harma að hefna gegn Austurríki í kvöld en Austurríkismenn fóru illa með strákana í október síðastliðnum er liðin mættust í undankeppni EM.

Liðin mættust einnig á EM í Austurríki fyrir ári síðan og þá enduðu leikar með jafntefli.

Austurríska liðið mætti með háar væntingar á HM og leikmenn töluðu af miklu sjálfstrausti um að þeir gætu lagt hvaða lið sem er í riðlinum.

Liðið hefur alls ekki sprungið út hér í Svíþjóð er búið að tapa tveim leikjum nú þegar. Þeir töpuðu fyrst afar óvænt gegn Japan og svo lágu þeir fyrir Norðmönnum í gær. Það er því allt undir hjá þeim í kvöld og þeir munu vafalítið bíta frá sér.

Íslensku strákarnir tóku myndbandsfund í morgun þar sem austurríska liðið var kortlagt.

Síðan var haldið á æfingu og komu allir heilir úr henni þó svo það séu léttir pústrar hér og þar. Það fylgir svona mótum.

Guðmundur verður svo með annan myndbandsfund áður en liðið heldur í Cloetta Center tveim tímum fyrir leik.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×