Handbolti

Taplausir í 21 ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásgeir Örn í baráttunni í gær.
Ásgeir Örn í baráttunni í gær. Mynd/Valli
Íslenska handboltalandsliðið vann í gær sigur á Japan í þriðja leik sínum á HM í Svíþjóð og hélt þar með í þá hefð sína að vinna alltaf þriðja leik sinn á heimsmeistaramóti.

Ísland hefur unnið þriðja leik sinn í HM-keppni á undanförnum átta heimsmeistarakeppnum eða allt síðan að liðið tapaði á móti Júgóslavíu á HM í Tékkóslóvakíu 1990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×