Handbolti

Guðmundur: Við leystum þeirra varnarleik frábærlega

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

„Ég er nokkuð ánægður með leikinn, vörnin var flott og hraðaupphlaupin voru góð - við leystum þeirra varnarleik frábærlega," sagði Guðmundur Guðmundsson við Hörð Magnússon í viðtali á Stöð 2 sport í kvöld eftir 36-22 sigur Íslands gegn Japan á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld.

„Síðari hálfleikurinn var ekki eins góður en við náðum að hvíla lykilmenn og aðrir fengu tækifæri." Guðmundur sagði að það hefði ekki staðið til að nota Ólaf Stefánsson í þessum leik. „Ólafur var tilbúinn að spila en við ætluðum gefa honum hvíld."

Guðmundur fékk tveggja mínútna brottvísun í síðari hálfleik og sagði hann að strákarnir á bekknum hefðu æst hann of mikið upp. „Ég hálfskammast mín fyrir þetta en strákarnir á bekknum voru búnir að æsa mig of mikið upp. Við ætluðum að vera ákafir og áræðnir og ég er virkilega ánægður með varnarleikinn," sagði Guðmundur við Stöð 2 sport í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×