Handbolti

Stuðningsmenn Íslands mála sig fyrir leik

Henry Birgir Gunnarsson í Cloetta Center skrifar

Það er heldur betur farið að styttast í leik Íslands og Austurríkis á HM en leikurinn hefst klukkan 20.30 í Cloetta Center í Linköping.

Íslenskir áhorfendur voru duglegir að mæta á leiki Íslands um helgina en þeim fækkaði nokkuð eftir að vinnuvikan hófst.

Hér er þó enn nokkuð af Íslendingum og þeirra á meðal eru Kristófer, Linda og Björg sem Vísir hitti í Cloetta Center fyrir skömmu.

Þau voru að mála sig og gera allt klárt áður en leikur hefst.

Viðtalið við þau má sér hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×