„Sagt að mér gæti blætt út“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2025 10:30 Bandaríska tenniskonan Venus Williams sést hér á sjúkrabeði og með systur sinni Serenu sem kom til að styðja við bakið á henni. @venuswilliams Það stefnir í eina af bestu endurkomusögu ársins í íþróttaheiminum en um leið fengum við að sorgarsögu af læknamistökum sem þýddu að tennisgoðsögn glímdi við mikla verki og erfiðleika alltof lengi. Bandaríska tenniskonan Venus Williams, eldri systir Serenu, sagði frá heilsuvandamálum sínum síðustu ár en hún komst loksins í aðgerð sem breytti lífi hennar mikið. Venus er nú 45 ára gömul segir á samfélagsmiðlum frá læknamistökum sem gerðu henni lífið leitt á síðustu árum. Hún sneri aftur inn á tennisvöllinn á dögunum eftir að hafa þurft að leggjast á skurðarborðið. Árin á undan leit það ekki út fyrir að hún gæti spilað íþrótt sína aftur. Nú hefur hún sett stefnuna á Opna bandaríska meistaramótið sem fer fram í New York seinna í þessum mánuði. „Fyrir ári síðan þá fór ég í aðgerð til að fjarlægja vefjafrumur í leginu og legslímukirtil í vöðvahjúp legsins,“ skrifaði Venus Williams og sýndi mynd af sér á sjúkrahúsinu. „Þvílíkur munur á einu ári. Ég var að klára mitt fyrsta mót í sextán mánuði og er nú tilbúin að taka þátt i Opna bandaríska meistaramótinu. Ég fæ því sem betur fer að upplifa góðan endi,“ skrifaði Williams. „Þau sögðu að ég gæti ekki farið í aðgerð. Mér var sagt að mér gæti blætt út á skurðarborðinu. Þau sögðu mér líka að fá aðra konu til að ganga með börnin mín því ég gæti gleymt þeirri hugmynd,“ skrifaði Williams. „Ég fékk bara vitlausa greiningu. Ég fékk því ekki rétta greiningu í mörg ár en það er bara svo mikilvægt að þú berjast alltaf áfram fyrir heilsu þinni,“ skrifaði Williams. „Ég glímdi við mikla kviðverki, það blæddi mikið og ég fékk tíðir óeðlilega oft. Þetta hafði áhrif á tennisinn minn og hvernig tennisferill minn þróaðist,“ skrifaði Williams „Ég vildi segja mína sögu svo að aðrar konur þurfi ekki að ganga í gegnum þetta heldur geti náð betri heilsu fyrr,“ skrifaði Williams eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Venus Williams (@venuswilliams) Tennis Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Sjá meira
Bandaríska tenniskonan Venus Williams, eldri systir Serenu, sagði frá heilsuvandamálum sínum síðustu ár en hún komst loksins í aðgerð sem breytti lífi hennar mikið. Venus er nú 45 ára gömul segir á samfélagsmiðlum frá læknamistökum sem gerðu henni lífið leitt á síðustu árum. Hún sneri aftur inn á tennisvöllinn á dögunum eftir að hafa þurft að leggjast á skurðarborðið. Árin á undan leit það ekki út fyrir að hún gæti spilað íþrótt sína aftur. Nú hefur hún sett stefnuna á Opna bandaríska meistaramótið sem fer fram í New York seinna í þessum mánuði. „Fyrir ári síðan þá fór ég í aðgerð til að fjarlægja vefjafrumur í leginu og legslímukirtil í vöðvahjúp legsins,“ skrifaði Venus Williams og sýndi mynd af sér á sjúkrahúsinu. „Þvílíkur munur á einu ári. Ég var að klára mitt fyrsta mót í sextán mánuði og er nú tilbúin að taka þátt i Opna bandaríska meistaramótinu. Ég fæ því sem betur fer að upplifa góðan endi,“ skrifaði Williams. „Þau sögðu að ég gæti ekki farið í aðgerð. Mér var sagt að mér gæti blætt út á skurðarborðinu. Þau sögðu mér líka að fá aðra konu til að ganga með börnin mín því ég gæti gleymt þeirri hugmynd,“ skrifaði Williams. „Ég fékk bara vitlausa greiningu. Ég fékk því ekki rétta greiningu í mörg ár en það er bara svo mikilvægt að þú berjast alltaf áfram fyrir heilsu þinni,“ skrifaði Williams. „Ég glímdi við mikla kviðverki, það blæddi mikið og ég fékk tíðir óeðlilega oft. Þetta hafði áhrif á tennisinn minn og hvernig tennisferill minn þróaðist,“ skrifaði Williams „Ég vildi segja mína sögu svo að aðrar konur þurfi ekki að ganga í gegnum þetta heldur geti náð betri heilsu fyrr,“ skrifaði Williams eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Venus Williams (@venuswilliams)
Tennis Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Sjá meira