Handbolti

Sverre: Við drápum þá

Henry Birgir Gunnarsson í Cloetta Center skrifar

Varnartröllið Sverre Andreas Jakobsson átti stórbrotinn síðari hálfleik í kvöld ásamt félaga sínum Ingimundi Ingimundarsyni.

Hann kom dansandi í viðtal til blaðamanns Vísis eftir sigurinn frækna gegn Austurríki.

"Við vorum búnir að stilla okkur inn á það fyrir leik hvað við ætluðum að gera. Það var samt ekki að ganga. Í hálfleik sögðum við bara að það væri ekki hægt að láta Austurríki stríða okkur enn eina ferðina," sagði Sverre.

"Við höfðum trúna á að við gætum unnið. Þetta var samt víti til varnaðar og þetta var erfitt. Þetta sýnir karakterinn í liðinu. Ég held að vítið sem ég fiskaði hafi verið vendipunkturinn," sagði Sverre léttur en varð hann brjálaður er Austurríki skoraði loksins mark í síðari hálfleik?

"Það var sárt. Nei, nei við vissum að það væri ekki hægt að halda þeim í núllinu. Við bara drápum þá. Þeir héldu að þeir væru með leikinn en við gefumst aldrei upp. Hvað þá í svona móti."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×