Umfjöllun: Þriðji sigur Dana Smári Jökull Jónsson í Malmö skrifar 17. janúar 2011 23:35 Nenad Vuckovic reynir skot að marki en Daninn Mikkel Hansen er honum til varnar. Nordic Photos / AFP Danir sigruðu Serba í C-riðli Heimsmeistaramótsins í handknattleik en leikurinn fór fram í Malmö í gærkvöld. Danir eru því með fullt hús stiga eftir þrjár fyrstu umferðirnar og að öllum líkindum búnir að tryggja að þeir fara að minnsta kosti með tvö stig áfram í milliriðilinn. Dagurinn byrjaði ekki vel fyrir Dani því í morgun fengu þeir þær fréttir að leikstjórnandinn Thomas Mogensen yrði ekkert meira með á mótinu vegna meiðsla sem hann hlaut gegn Rúmenum í gær. Mogensen hafði spilað vel í fyrstu tveimur leikjum liðsins á mótinu og sumir fjölmiðlar í Danmörku gengu svo langt að segja að vonir Dana um verðlaun á mótinu hefðu horfið eftir að ljóst var að Mogensen yrði ekki meira með. Leikur Dana og Serba var í járnum nær allan fyrri hálfleik. Liðin skiptust á að hafa forystu og það var ekki fyrr en undir lok hálfleiksins að annað liðið næði meira en eins marks forystu. Serbar áttu í vandræðum í sóknarleiknum en markmenn Dana náðu sér ekki á strik í fyrri hálfleiknum og náðu þeir því ekki að hrista Serbana af sér. Forysta Dana var þó tvö mörk í hálfleik, 16-14. Í seinni hálfleik lék danska liðið hins vegar af fullum krafti. Þeir spiluðu mjög grimma framliggjandi vörn og oft á tíðum neyddust Serbar til að taka skot langt utan af velli sem settu markverði Dana sjaldan í vandræði. Niklas Landin varði mörg þeirra skota sem hittu á rammann en hann átti góðan leik í marki Dana í síðari hálfleik. Stórskyttan Mikkel Hansen fór á kostum í sóknarleik Dana, en hann skoraði alls 10 mörk í leiknum og flest þeirra með þrumuskotum langt fyrir utan teig. Einnig lék hinn íslenskættaði Hans Lindberg vel og skoraði mikilvæg mörk. Danir juku forskot sitt jafnt og þétt og mótlætið var farið að fara í taugarnar á Serbum. Þeir náðu sér engan veginn á strik í síðari hálfleik og ekki einu sinni Momir Ilic, hinn frábæri leikmaður Kiel, átti nokkuð í dönsku vörnina. Lokatölur urðu 35-27 og þriðji stórsigur Dana í mótinu staðreynd. Danir hafa sýnt styrk sinn það sem af er mótinu. Þeir eru með mikla breidd og nýta hana mjög vel. Hinn 19 ára gamli Rasmus Lauge kom inn í hópinn í morgun fyrir Thomas Mogensen og hann var ekki lengi að stimpla sig inn því hann skoraði með sínu fyrsta skoti eftir að hafa verið inná vellinum í 10 sekúndur. Næsti andstæðingur þeirra eru Alsíringar áður en kemur að stórleiknum gegn Króötum á fimmtudaginn. Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira
Danir sigruðu Serba í C-riðli Heimsmeistaramótsins í handknattleik en leikurinn fór fram í Malmö í gærkvöld. Danir eru því með fullt hús stiga eftir þrjár fyrstu umferðirnar og að öllum líkindum búnir að tryggja að þeir fara að minnsta kosti með tvö stig áfram í milliriðilinn. Dagurinn byrjaði ekki vel fyrir Dani því í morgun fengu þeir þær fréttir að leikstjórnandinn Thomas Mogensen yrði ekkert meira með á mótinu vegna meiðsla sem hann hlaut gegn Rúmenum í gær. Mogensen hafði spilað vel í fyrstu tveimur leikjum liðsins á mótinu og sumir fjölmiðlar í Danmörku gengu svo langt að segja að vonir Dana um verðlaun á mótinu hefðu horfið eftir að ljóst var að Mogensen yrði ekki meira með. Leikur Dana og Serba var í járnum nær allan fyrri hálfleik. Liðin skiptust á að hafa forystu og það var ekki fyrr en undir lok hálfleiksins að annað liðið næði meira en eins marks forystu. Serbar áttu í vandræðum í sóknarleiknum en markmenn Dana náðu sér ekki á strik í fyrri hálfleiknum og náðu þeir því ekki að hrista Serbana af sér. Forysta Dana var þó tvö mörk í hálfleik, 16-14. Í seinni hálfleik lék danska liðið hins vegar af fullum krafti. Þeir spiluðu mjög grimma framliggjandi vörn og oft á tíðum neyddust Serbar til að taka skot langt utan af velli sem settu markverði Dana sjaldan í vandræði. Niklas Landin varði mörg þeirra skota sem hittu á rammann en hann átti góðan leik í marki Dana í síðari hálfleik. Stórskyttan Mikkel Hansen fór á kostum í sóknarleik Dana, en hann skoraði alls 10 mörk í leiknum og flest þeirra með þrumuskotum langt fyrir utan teig. Einnig lék hinn íslenskættaði Hans Lindberg vel og skoraði mikilvæg mörk. Danir juku forskot sitt jafnt og þétt og mótlætið var farið að fara í taugarnar á Serbum. Þeir náðu sér engan veginn á strik í síðari hálfleik og ekki einu sinni Momir Ilic, hinn frábæri leikmaður Kiel, átti nokkuð í dönsku vörnina. Lokatölur urðu 35-27 og þriðji stórsigur Dana í mótinu staðreynd. Danir hafa sýnt styrk sinn það sem af er mótinu. Þeir eru með mikla breidd og nýta hana mjög vel. Hinn 19 ára gamli Rasmus Lauge kom inn í hópinn í morgun fyrir Thomas Mogensen og hann var ekki lengi að stimpla sig inn því hann skoraði með sínu fyrsta skoti eftir að hafa verið inná vellinum í 10 sekúndur. Næsti andstæðingur þeirra eru Alsíringar áður en kemur að stórleiknum gegn Króötum á fimmtudaginn.
Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira