Handbolti

Dagur þekkir alla í Linköping

Henry Birgir Gunnarsson í Linköping skrifar

Gamli landsliðsfyrirliðinn, Dagur Sigurðsson, er mættur til Linköping og ætlar að fylgjast með næstu tveim umferðum í B-riðli HM.

Dagur þekkir ansi vel til liðanna í riðlinum en hann lék auðvitað með Íslandi, þjálfaði landslið Austurríkis og spilaði í Japan undir stjórn japanska landsliðsþjálfarans.

Það er því óhætt að segja að hann þekki nánast alla sem taka þátt í þessum riðli.

Hann hefur þegar kíkt á hótelið þar sem liðin búa og þurfti víst að taka marga kaffibolla enda vildu margir spjalla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×