Handbolti

Kjelling líklega ekki með Noregi í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson í Linköping skrifar
Kjelling í leiknum gegn Japan. Mynd/AFP
Kjelling í leiknum gegn Japan. Mynd/AFP

Noregur og Austurríki mætast í mjög mikilvægum leik í kvöld en þessi lið eru með Íslandi í riðli á HM í handbolta. Norðmenn verða líklega án síns besta manns, Kristian Kjelling.

Sá ku vera veikur og hann fór ekki á æfingu með norska liðinu í morgun. Ef hann spilar þá verður það aldrei frammistaða upp á tíu.

Það er mikið undir hjá báðum liðum í þessum leik enda er riðillinn opinn og skemmtilegur.

Noregur tapaði fyrir Ungverjalandi og Austurríki fyrir Japan þannig að þetta er lykilleikur fyrir bæði lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×