Handbolti

Argentínumenn unnu Slóvaka sannfærandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Federico Vieyr og félagar í Argentínu eru að slá í gegn í D-riðli.
Federico Vieyr og félagar í Argentínu eru að slá í gegn í D-riðli. Mynd/AFP
Argentínumenn fylgdu eftir góðum leik á móti Póllandi í gær með því að vinna sannfærandi fimm marka sigur á Slóvökum, 23-18, á HM í handbolta í dag. Argentínumenn eru því komnir með þrjú stig í sínum riðli og verða með í baráttunni um sæti í milliriðli.

Pólverjar mörðu aðeins eins marks sigur á Suður-Ameríkuþjóðinni í gær, 25-24, og Argentína náði 25-25 jafntefli á móti Suður-Kóreu í fyrsta leik sínum.

Slóvakar komust reyndar í 5-1 í upphafi leiks og voru 9-7 yfir í hálfleik. Argentínumenn skoruðu hinsvegar sjö af fyrstu átta mörkum seinni hálfleiksins og litu ekki til baka eftir það.

Federico Fernandez skoraði 9 mörk fyrir Argentínu og Diego Siomnet var með fimm mörk. Matias Schulz varði 17 skot í markinu eða 53 prósent skotanna sem á hann komu. Daniel Valo, Tomas Stranovsky og Martin Stranovsky skoruðu allir fjögur mörk fyrir Slóvaka.

Staðan, úrslit og leikjadagskrá HM.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×