Handbolti

Sturla: Menn mæta alveg trítilóðir í þennan leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Atlason og Ingimundur Ingimundarson taka á einum Japanum í gær.
Arnór Atlason og Ingimundur Ingimundarson taka á einum Japanum í gær. Mynd/AFP
Sturla Ásgeirsson er einn þriggja sérfræðinga Vísis um HM í handbolta en Ísland mætir Austurríki í kvöld. Sturla þekkir vel til í íslenska liðinu enda var hann bæði í silfurliðinu á Ólympíuleikunum í Peking og í bronsliðinu á EM í Austurríki í fyrra. Hann er bjartsýnn fyrir leikinn í kvöld.

„Ég er nokkuð jákvæður fyrir þennan leik enda eru við búnir að sýna góða leiki í mótinu fram að þessu. Við höfum líka harma að hefna á móti Austurríki því þeir unnu okkur illa þarna í Austurríki um daginn. Ég held að menn mæti alveg trítilóðir í þennan leik staðráðnir í að sýna það að sjá leikur hafi verið mistök," sagði Sturla.

„Austurríki er ekkert í sérstökum málum og þeir verða að vinna ef að þeir ætla að eiga einhvern möguleika á því að komast áfram. Ég held samt að við séum það ferskir í dag, með betra lið, betri liðsheild og með betri undirbúning. Við vinnum því þennan leik, kannski ekki örugglega en ég held að þetta verði aldrei neinn spennuleikur," segir Sturla.

„Við höfum getað leyft okkur að skipta mönnum útaf og nánast allir leikmenn í liðinu hafa komið inn á í þessum leikjum sem náttúrulega frábært. Óli er búinn að hvíla í tvo leiki, hann ætti því að vera ferskur í kvöld og þá ætti að mæða minna á Alexander," segir Sturla.

Sturla Ásgeirsson.Mynd/DIENER
„Við verðum ekki alveg búnir að lesa usturríkismennina í kvöld eins og við lásum Japana í gær en ég held samt að undirbúningurinn eigi eftir að vera frábær og að við verðum með allt klárt," segir Sturla.

„Austurríkismenn hafa fleiri vopn en Japanir. Ég held að við verðum jafn agressívir og í síðustu leikjum og förum vel út í skytturnar þeirra. Þá fá þeir ekki þetta svigrúm til þess að spila góðan leik," segir Sturla sem býst við því að Ísland fari með fullt hús inn í milliriðilinn.

„Ég held að við stefnum á að vinna báða þessa leiki sem við eigum eftir í riðliunum til þess að geta farið með fullt hús inn í milliriðilinn. Við komust áfram ef við vinnum þenann leik en við ætlum ekki að láta það duga," sagði Sturla að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×