Handbolti

HM: Sex leikir á dagskrá og Ísland - Austurríki 20.30

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Ingimundur Ingimundarson, Sverre Jakobsson og Björgvin Gústavsson markvörður sáu til þess að japanski íþróttaálfurinn skoraði aðeins 1 mark í 36-22 sigri Íslands gegn Japan í gær.
Ingimundur Ingimundarson, Sverre Jakobsson og Björgvin Gústavsson markvörður sáu til þess að japanski íþróttaálfurinn skoraði aðeins 1 mark í 36-22 sigri Íslands gegn Japan í gær. Mynd/valli

Alls eru sex leikir á dagskrá í dag á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð. Íslendingar leika gegn Austurríki og hefst leikurinn kl. 20.30. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport en upphitun hefst í þættinum Þorsteinn J. & gestir kl. 19.00 og eftir leikinn verður haldið áfram þar sem leikurinn verður krufinn til mergjar með handboltasérfræðingum þáttarins.

Leikir dagsins:

B-riðill:

16:00 Japan - Ungverjaland

18:10 Noregur - Brasilía

20:30 Austurríki - Ísland

D-riðill:

15:15 Chile - Slóvakía

17:15 S. Kórea - Pólland

19:15 Svíþjóð - Argentína

Staðan, úrslit og leikjadagskrá á HM vef visir.is








Fleiri fréttir

Sjá meira


×