Handbolti

Landsliðið bætir við sig sjúkraþjálfara

Henry Birgir Gunnarsson í Linköping skrifar
Elís Þór Rafnsson aðstoðar Aron Pálmarsson á EM í fyrra.
Elís Þór Rafnsson aðstoðar Aron Pálmarsson á EM í fyrra. Mynd/E.Stefán

Það er mikið álag á strákunum okkar hér í Linköping og verður mikið að gera hjá öllum hópnum næstu daga. Leikið er þétt og seint á kvöldin.

Til þess að bregðast við þessu álagi hefur HSÍ ákveðið að bæta sjúkraþjálfara við hópinn en Elís Þór Rafnsson kemur til Svíþjóðar í dag.

Að sögn Einars Þorvarðarsonar, framkvæmdastjóri HSÍ, er þetta gert svo leikmenn verði ekki í meðferð langt fram á nótt eftir næstu leiki.

Elís er þrautreyndur sjúkraþjálfari sem hefur margoft starfað með landsliðinu og veit því vel hvað hann er að fara út í.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×