Körfubolti

„Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sophie Cunningham bað áhorfendur á WNBA leikjum vinsamlegast um að hætta að henda kynlífsleikföngum inn á gólfið.
Sophie Cunningham bað áhorfendur á WNBA leikjum vinsamlegast um að hætta að henda kynlífsleikföngum inn á gólfið. Getty/Ron Jenkins

Leikmenn WNBA deildarinnar í körfubolta hafa að undanförnu verið í mjög óvenjulegri og furðulegri aðstöðu.

Það virðist nefnilega vera komið í tísku að reyna að móðga leikmenn deildarinnar með því að kasta kynlífsleikfangi inn á gólfið þegar leikur er í gangi.

Í tveimur leikjum deildarinnar á síðustu dögum hefur áhorfandi hent grænum dildó inn á völlinn.

Einn hefur verið handtekinn fyrir háttalag sitt en vandamálið hefur kallað á viðbrögð leikmanna.

Sophie Cunningham er einn vinsælasti leikmaður WNBA deildarinnar en hún er liðsfélagi Caitlin Clark hjá Indiana Pacers.

Cunningham vakti athygli fyrir færslu sína á samfélagsmiðlum

„Hættiði að henda dildóum inn á völlinn ... þið eigið eftir að meiða einhverja okkar,“ skrifaði Cunningham.

Leikmenn WNBA standa í harðri réttindabaráttu og vilja fá betur borgað. Það stefnir í verkfall á næsta tímabili.

Vinsældir deildarinnar hafa aukist mikið á síðustu misserum ekki síst vegna Clark og Indiana Pacers. Meiri athygli kallar því miður líka á meira rugl eins og þessi hegðun sýnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×