Fleiri fréttir

Coyle: Ekki hissa ef Muamba spilaði aftur með okkur

Owen Coyle, stjóri Bolton, segir að það myndi ekki koma sér á óvart ef hann sæi Fabrice Muamba spila fyrir Bolton í framtíðinni. Coyle segir þó að enn sé langt í land hjá leikmanninum.

Tímabilið búið hjá Arteta

Mikel Arteta spilar ekki meira með Arsenal á tímabilinu vegna meiðsla í hné. Það þýðir að Arsene Wenger á í vandræðum með miðjumenn fyrir leikinn mikilvæga gegn Chelsea á laugardaginn.v

Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Kalou

Það er enn mikil óvissa um hvar Salomon Kalou spili á næstu leiktíð en samnningur hans við Chelsea rennur út í sumar. Sterk félög á Englandi bíða í startholunum.

Lescott: Balotelli fær ósanngjarna meðferð

Joleon Lescott, varnarmaður Man. City, er ekki ánægður með þær árásir sem hafa verið gerðar á sóknarmanninn Mario Balotelli í fjölmiðlum upp á síðkastið.

Reading komið upp í ensku úrvalsdeildina - Brynjar Björn á heimleið

Reading tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í kvöld eftir 1-0 heimasigur á Nottingham Forest. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð og sá fjórtándi í sextán leikjum frá því í lok janúar. Reading er með 88 stig og átta stigum meira en West Ham sem situr í þriðja sætinu þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.

Cruyff hefur ekkert heyrt frá Liverpool

Johan Cruyff segir ekkert til í þeim fréttum að hann sé á leiðinni til Liverpool til að taka við starfi Damien Comolli sem yfirmaður knattspyrnumála félagsins. Erlendir fjölmiðlar greindu frá því að Cruyff væru á óskalista Liverpool.

Mancini fer í reglulegar leyniferðir til Ítalíu

Lífið er ekki auðvelt hjá Roberto Mancini, stjóra Man. City, þessa dagana. Ekki bara er hann í krefjandi toppbaráttu í enska boltanum heldur er hann á sífelldum þeytingi til Ítalíu þar sem faðir hans er mikið veikur.

Rooney einu marki á eftir George Best

Wayne Rooney verður fljótlega orðinn fjórði markahæsti leikmaður í sögu Man. Utd. Rooney vantar aðeins eitt mark til þess að jafna þá George Best og Dennis Viollet.

Carroll segist vera hættur að lyfta sér upp

Andy Carroll er loksins farinn að endurgreiða Liverpool fyrir þær 35 milljínur punda sem liðið greiddi fyrir hann. Carroll hefur skorað sigurmörk í síðustu leikjum og nú síðast gegn Everton í undanúrslitum bikarsins.

Sex koma til greina sem leikmaður ársins í ensku deildinni

Sex leikmenn voru í dag tilnefndir sem besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á tímabilinu en hér á ferðinni kjör leikmanna deildarinnar. Verðlaunin verða afhent á sunnudaginn kemur en undanfarin tvö ár hafa Gareth Bale (2010-11) og Wayne Rooney (2009-10) hlotið þessi virtu verðlaun.

Balotelli: Dauði Morosini hefur kennt mér að meta lífið

Mario Balotelli, vandræðagemlingurinn hjá Manchester City, þekkti persónulega Ítalann Piermario Morosini sem lést um helgina eftir að hafa fengið hjartáfall í miðjum leik Livorno á móti Pescara í ítölsku b-deildinni. Dauði Morosini hafði mikil áhrif á Balotelli ef marka má viðtal við hann í ítalska blaðinu La Gazzetta dello Sport.

Martinez um sigurinn á Arsenal: Þetta var ekkert slys

Roberto Martinez, stjóri Wigan, er að gera frábæra hluti með sína menn á lokasprettinum í ensku úrvalsdeildinni en liðið steig stórt skref í átt að því að bjarga sér frá falli með því að vinna 2-1 útisigur á Arsenal í kvöld.

Benfica vill fá Fabio

Portúgalska liðið Benfica er með augastað á bakverði Man. Utd, Fabio, en umbiðsmaður Brasilíumannsins staðfestir það.

Tveir "risa"-sigrar hjá Wigan í röð - afdrifaríkar 94 sekúndur hjá Arsenal

Wigan Athletic fylgdi eftir óvæntum sigri á Manchester United í síðustu viku með því að vinna 2-1 útisigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var fjórði sigurinn í síðustu fimm leikjum hjá lærisveinunum hans Roberto Martinez en að sama skapi var þetta aðeins annað tap Arsenal-liðsins í síðustu 10 deildarleikjum.

Muamba útskrifaður af sjúkrahúsinu

Fabrice Muamba, leikmaður Bolton Wanderers sem hneig niður í bikarleik á móti Tottenham á dögunum, er allur á batavegi eins og hefur komið fram en það nýjasta sem er að frétta af Muamba er að hann fékk að fara heim af sjúkrahúsinu í dag.

Enska knattspyrnusambandið vill nota marklínutækni

Eins og við mátti búast er um lítið annað talað í dag en marklínutækni. Ástæðan er sú að Chelsea fékk dæmt mark í gær gegn Tottenham þar sem boltinn virtist ekki fara inn fyrir línuna.

Diouf handtekinn um helgina

Senegalinn El-Hadji Diouf er síður en svo hættur að koma sér í vandræði utan vallar en hann var handtekinn um helgina eftir slagsmál á næturklúbbi.

Suarez ætlar ekki að yfirgefa Liverpool

Þó svo einhverjir hafi spáð því að Luis Suarez yrði seldur frá Liverpool í sumar segist úrúgvæski framherjinn síður en svo vera á förum frá félaginu.

Barton ætlar að blogga á eigin heimasíðu

Þó svo að Joey Barton sé hættur á Twitter ætlar hann að halda áfram að segja skoðanir sínar á sinni eigin heimasíðu sem hann stefnir á að setja í loftið innan tíðar.

Drenthe var í agabanni gegn Liverpool

Royston Drenthe, leikmaður Everton, var ekki í leikmannahópi liðsins í undanúrslitaleiknum gegn Liverpool í enska bikarnum um helgina.

Szczesny: Fer ekki frá Arsenal án titils

Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, er ekki á leiðinni frá félaginu á næstunni og ætlar sér að vinna marga titla með liðinu á næstu árum.

Lögregla rannsakar kaup United á Bebe

Enska dagblaðið The Guardian greinir frá því að lögregluyfirvöld í Portúgal rannsaki nú kaup Manchester United á knattspyrnumanninum Bebe.

Dalglish: Tók vitlaust á Suarez-málinu

Kenny Dalglish, knattspyrnustjóri Liverpool, segist hafa tekið máli Luis Suarez röngum höndum. Suarez var fyrr á tímabilinu dæmdur í átta leikja keppnisbann fyrir að vera með kynþáttníð í garð Patrice Evra.

Chelsea skoraði fimm gegn Tottenham

Chelsea mætir Liverpool í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar eftir 5-1 stórsigur á Tottenham í undanúrslitum keppninnar í dag.

Gylfi Þór: Ég vil vera áfram hjá Swansea

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Swansea í 3-0 sigri liðsins á Blackburn í dag. Eftir leikinn sagði hann í viðtali við enska fjölmiðla að hann vildi vera áfram í herbúðum velska liðsins.

Mancini ítrekar að titilbaráttunni sé lokið

Þrátt fyrir 6-1 sigur Manchester City á Norwich í dag og þó svo að liðið sé aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Manchester United hefur knattspyrnustjórinn Roberto Mancini ítrekað að liðið eigi ekki lengur möguleika á meistaratitlinum.

Sjá næstu 50 fréttir