Enski boltinn

Tottenham með augastað á ungum varnarmanni Manchester United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Samkvæmt enskum fjölmiðlum þykir Tottenham líklegast til að fá varnarmanninn Ezekiel Fryers í sínar raðir í sumar en hann er nú á mála hjá Manchester United.

Fryers er nítján ára gamall og hefur komið við sögu í sex leikjum United í vetur. Samningaviðræður hans við félagið hafa gengið hægt og fer hann nánast frítt frá félaginu í sumar ef ekki næst samkomulag.

Þó nokkur félög hafa áhuga á kappanum en samkvæmt fréttavef Sky Sports stendur Tottenham best að vígi í kapphlaupinu um kappann.

Hvort United muni sætta sig við að missa Fryers án annarra greiðslna en uppeldisbóta á eftir að koma í ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×