Enski boltinn

Ferguson: Fabio verður lánaður í haust

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fabio Da Silva í leik með Manchester United í haust.
Fabio Da Silva í leik með Manchester United í haust. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að Brasilíumaðurinn Fabio verði lánaður til annars félags nú í haust.

Fabio er 21 ára gamall varnarmaður en hefur aðeins komið við sögu í einum leik í ensku úrvalsdeildinni í vetur, þó svo að hann hafi verið í byrjunarliði United gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor.

„Hann veit hvað það er mikilvægt að fá að spila reglulega og getum við ekki boðið honum það núna," sagði Ferguson.

„Ég vona að Fabio takist að þroskast sem knattspyrnumaður á sama hátt og tvíburabróðir sinn," bætti hann við en bróðir hans, Rafael, er einnig á mála hjá United.

Fabio hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá United enda í samkeppni við Patrice Evra. Hann hefur alls komið við sögu í fjórtán leikjum á tímabilinu, aðallega í deildarbikarnum og Meistaradeildinni fyrir áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×