Enski boltinn

Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Kalou

Það er enn mikil óvissa um hvar Salomon Kalou spili á næstu leiktíð en samnningur hans við Chelsea rennur út í sumar. Sterk félög á Englandi bíða í startholunum.

Kalou vill spila áfram í ensku úrvalsdeildinni og er hermt að bæði Arsenal og Liverpool hafi mikinn áhuga á því að semja við hann.

Félög á Ítalíu, Spáni og Tyrklandi hafa einnig sýnt honum áhuga.

Kalou hefur mikið fengið að spila síðan Roberto Di Matteo tók við liðinu og hann mun líklega ræða fyrst við Chelsea áður en hann byrjar að spjalla við önnur félög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×