Enski boltinn

Drogba segist eiga tvö til þrjú góð ár eftir

Framherji Chelsea, Didier Drogba, hefur heldur betur sannað upp á síðkastið að hann á nóg eftir í boltanum og engin ástæða til þess að fara í kínverska boltann strax.

Drogba er orðinn 34 ára og hefur verið nokkrum sinnum afskrifaður í vetur. Þær raddir eru þagnaðar eftir síðustu leiki en Drogba tryggði Chelsea meðal annars sigur á Barcelona í gær.

"Þeir sem sögðu að ég væri orðinn of gamall hafa séð upp á síðkastið að ég á tvö til þrjú góð ár eftir," sagði Drogba.

Nicolas Anelka, þjálfari Shanghai Shenhua, vill fá hann í sumar en þangað fer hann ekki ef Chelsea ákveður að framlengja samningnum sem rennur út í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×