Enski boltinn

Tímabilið búið hjá Arteta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Mikel Arteta spilar ekki meira með Arsenal á tímabilinu vegna meiðsla í hné. Það þýðir að Arsene Wenger á í vandræðum með miðjumenn fyrir leikinn mikilvæga gegn Chelsea á laugardaginn.

Arteta meiddist í leik Arsenal gegn Wigan á mánudagskvöldið en þá vann Wigan reyndar óvæntan sigur á þeim rauðklæddu. Arsenal er samt í þrijða sæti deildarinnar með 64 stig en næstu lið á eftir eiga öll einn leik til góða á liðið.

Yossi Benayoun er í láni hjá Arsenal frá Chelsea og má því ekki taka þátt í leiknum. Jack Wilshere er enn meiddur og Abou Diaby er enn að jafna sig eftir meiðsli.

Wenger mun líklega stilla Aaron Ramsay upp á miðjunni með Alex Song og Tomas Rosicky. Diaby verður líklega á bekknum en það er ljóst að Wenger má ekki við fleiri skakkaföllum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×