Enski boltinn

Reading komið upp í ensku úrvalsdeildina - Brynjar Björn á heimleið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Reading tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í kvöld eftir 1-0 heimasigur á Nottingham Forest. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð og sá fjórtándi í sextán leikjum frá því í lok janúar. Reading er með 88 stig og átta stigum meira en West Ham sem situr í þriðja sætinu þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.

Það var Mikele Leigertwood sem skoraði eina mark leiksins níu mínútum fyrir leikslok. Brynjar Björn Gunnarsson er leikmaður Reading en hefur nánast ekkert verið með liðinu í vetur. Hann er á leiðinni heim til KR og það ætti að flýta heimför hans að Reading þarf ekki að taka þátt í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Southampton vann 3-1 útisigur á Peterborough í kvöld og er í mjög góðum málum. Liðið er í 2. sæti með 85 stig eða fimm stigum meira en West Ham og tryggir sig upp í ensku úrvalsdeildina með sigri í öðrum þeirra tveggja leikja sem liðið á eftir.

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Cardiff sem vann 2-0 heimasigur á Derby og steig stórt skref í átt í því að komast í umspilið um þriðja og síðasta lausa sætið í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×