Enski boltinn

Di Canio brjálaður út í leikmenn Swindon

Paolo di Canio, stjóri Swindon Town, er alls ekki sáttur við agaleysið í liðinu og kennir leikmönnum um 2-1 tap gegn Aldershot.

Di Canio gerði miklar breytingar á liðinu fyrir leikinn og það ekki að ástæðulausu.

"Þið ættuð að spyrja þessa menn af hverju þeir voru ekki að spila. Fyrir nokkrum dögum komst ég að svolitlu slæmu. Hlut sem var orðinn að vana í fyrra og það lítur út fyrir að sú hegðun sé byrjuð aftur," sagði Di Canio reiður en hermt er að leikmenn liðsins hafi verið að fá sér í tána er þeir máttu það ekki.

"Kannski héldu sumir leikmenn að þeir væru komnir í frí fyrir nokkru síðan og fóru að fá sér í glas. Ég ætti í raun að breyta meiru miðað við það sem ég komst að."

Swindon er við það að tryggja sér sæti í ensku B-deildinni á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×