Enski boltinn

Suarez ætlar ekki að yfirgefa Liverpool

Þó svo einhverjir hafi spáð því að Luis Suarez yrði seldur frá Liverpool í sumar segist úrúgvæski framherjinn síður en svo vera á förum frá félaginu.

Vandræðagangurinn á Suarez í vetur hefur orðið til þess að hann var orðaður við brottför frá félaginu og meðal annars var hermt að stjórnarmenn félagsins vildu hann burt.

"Ég verð áfram hjá Liverpool. Það er alveg klárt. Ég á fjögur ár eftir af samningi mínum við félagið og er mjög ánægður," sagði Suarez en hann er hættur að hugsa um Evra-atvikið sem tröllreið öllum fréttaflutningi lengi vel.

"Ég er búinn að jafna mig á því og það þarf ekki að ræða það frekar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×