Enski boltinn

Sex koma til greina sem leikmaður ársins í ensku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie.
Robin van Persie. Mynd/AFP
Sex leikmenn voru í dag tilnefndir sem besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á tímabilinu en hér á ferðinni kjör leikmanna deildarinnar. Verðlaunin verða afhent á sunnudaginn kemur en undanfarin tvö ár hafa Gareth Bale (2010-11) og Wayne Rooney (2009-10) hlotið þessi virtu verðlaun.

Þeir sex sem eru tilnefndir í ár eru: Robin van Persie framherji Arsenal, Joe Hart markvörður Manchester City, David Silva miðjumaður Manchester City, Sergio Aguero sóknarmaður Manchester City, Scott Parker miðjumaður Tottenham og Wayne Rooney framherji Manchester United.

Þeir sex sem koma til greina sem besti ungi leikmaður deildarinnar eru: Kyle Walker og Gareth Bale frá Tottenham, Alex Oxlade-Chamberlain hjá Arsenal, Daniel Sturridge hjá Chelsea, Danny Welbeck hjá Manchester United auk Sergio Agueroa hjá Manchester City sem tilnefndur er í báðum flokkum.

Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal, hlaut verðlaunin á síðasta tímabili.

Það búast flestir við því að Robin van Persie verði kosinn en hann hefur skorað 27 mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×