Enski boltinn

Cruyff hefur ekkert heyrt frá Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Johan Cruyff.
Johan Cruyff. Mynd/Nordic Photos/Getty
Johan Cruyff segir ekkert til í þeim fréttum að hann sé á leiðinni til Liverpool til að taka við starfi Damien Comolli sem yfirmaður knattspyrnumála félagsins. Erlendir fjölmiðlar greindu frá því að Cruyff væru á óskalista Liverpool.

Damien Comolli var rekinn um síðustu helgi en hann fékk mikla gagnrýni fyrir störf sín enda hafa flestir þeirra leikmanna, sem voru keyptir til liðsins í hans tíð, ollið miklum vonbrigðum.

Hollenska blaðið De Telegraaf spurði Johan Cruyff út í orðróminn. „Ég sé að nafnið mitt hefur verið nefnt í tengslum við Liverpool. Ég veit ekki hvaðan þær fréttir koma því ég hef ekki heyrt neitt frá Liverpool. Það hafa ekki verið nein samskipti okkar á milli," sagði Johan Cruyff.

„Þegar menn lesa svona pælingar sem hafa ekkert á bak við sig þá er engin ástæða til þess að taka þær alvarlega. Þetta eru bara kjaftasögur," sagði Johan Cruyff sem hefur gert frábæra hluti í að byggja upp félög eins og Ajax í Hollandi og Barcelona á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×