Enski boltinn

Diouf handtekinn um helgina

Senegalinn El-Hadji Diouf er síður en svo hættur að koma sér í vandræði utan vallar en hann var handtekinn um helgina eftir slagsmál á næturklúbbi.

Alls voru sex manns handteknir eftir áflogin á klúbbnum sem er í Manchester. Anton Ferdinand, varnarmaður QPR, var yfirheyrður en ekki handtekinn.

33 ára gamall maður er alvarlega slasaður eftir lætin og liggur á sjúkrahúsi. Ástand hans er þó stöðugt.

Diouf leikur með Doncaster sem féll úr ensku B-deildinni um helgina. Diouf tók ekki þátt í leik helgarinnar með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×