Enski boltinn

Mancini ítrekar að titilbaráttunni sé lokið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Þrátt fyrir 6-1 sigur Manchester City á Norwich í dag og þó svo að liðið sé aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Manchester United hefur knattspyrnustjórinn Roberto Mancini ítrekað að liðið eigi ekki lengur möguleika á meistaratitlinum.

United á leik til góða gegn Aston Villa á morgun en liðin eiga þó eftir að mætast innbyrðis í lok mánaðarins. Hann hefur þó ekki trú á því að United muni misstíga sig aftur eftir 1-0 tap fyrir Wigan í vikunni. „Titilbaráttunni er enn lokið," sagði hann um málið.

Carlos Tevez skoraði þrennu í dag en hann er nýbyrjaður að spila aftur með City eftir margra mánaða fjarveru. „Mér fannst við standa okkur vel án Carlos í 4-5 mánuði. En ég er líka viss um að ef við hefðum haft Carlos með þeim Sergio Agüero, Edin Dzeko og Mario Balotelli allt tímabilið hefðum við skorað fleiri mörk."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×