Enski boltinn

Muamba útskrifaður af sjúkrahúsinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Fabrice Muamba, leikmaður Bolton Wanderers sem hneig niður í bikarleik á móti Tottenham á dögunum, er allur á batavegi eins og hefur komið fram en það nýjasta sem er að frétta af Muamba er að hann fékk að fara heim af sjúkrahúsinu í dag.

Muamba hefur legið á hjartadeild London Chest Hospital síðan að hann fékk hjartaáfallið á White Hart Lane 17. mars síðastliðinn. Hjartað hann sló ekki af sjálfsdáðum í meira en klukkutíma en sjúkraliðum og læknum tókst á ótrúlegan hátt að halda honum á lífi.

Muamba er 24 ára gamall og það þykir kraftaverk að hann hafi lifað hjartstoppið af. Hann er nú kominn með sérstakan gangþráð sem gefur hjartanu straum hætti hjarta hans aftur að slá eins og í leiknum á móti Tottenham.

Muamba þakkaði starfsfólkinu á spítalanum fyrir ummönnunina við þetta tækifæri og sagðist hlakka til að fá að eyða tíma með fjölskuldunni á næstu dögum. Hann sagði að hann gæti aldrei þakkað því fólki að fullu sem koma að því að bjarga lífi hans þennan afdrifaríka laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×