Enski boltinn

Ryan Taylor: Young er mesti svindlarinn í deildinni

Ashley Young.
Ashley Young.
Ashley Young, leikmaður Man. Utd, er ekki vinsælasti maðurinn í enska boltanum þessa dagana eftir að hafa fiskað tvö víti á skömmum tíma.

Young fiskaði víti gegn QPR og svo aftur gegn Aston Villa í gær. Í bæði skiptin lét hann sig falla með tilþrifum en það kallast dýfa á góðri íslensku.

Fjölmargir hafa gagnrýnt Young og meira að segja Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur viðurkennt að Young falli of auðveldlega.

Ryan Taylor, leikmanni Newcastle, ofbauð í gær og skrifaði á Twitter-síðu sína að Young væri til háborinnar skammar.

"Hann er mesti svindlarinn í deildinni og brandari að fylgjast með honum á vellinum," sagði Taylor en hann eyddi síðar færslunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×