Enski boltinn

Gylfi átti eitt af flottustu mörkum helgarinnar og var í liði umferðarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson átti enn einn stórleikinn með Swansea City um helgina þegar liðið vann frábæran 3-0 sigur á Blackburn í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi opnaði þar markareikning sinn á heimavelli Swansea og markið var valið eitt af flottustu mörkum helgarinnar.

Gylfi var einnig valinn í lið umferðarinnar en hann er þar settur á vinstri kantinn við hlið Paul Scholes og fyrir aftan þriggja manna sóknarlínu skipaða þeim Sergio Aguero, Carlos Tevez og Wayne Rooney.

Þeir sem misstu af enska boltanum um helgina eða vilja bara horfa á það helst aftur geta fengið flott yfirlit inn á Vísi. Eins og vanalega er nefnilega hægt að finna margskonar samantektir eftir hverja umferð inn á Sjónvarpsvefnum á Vísi.

Fimm fallegustu mörkin:

5. Sergio Aguero fyrir Manchester City á móti Norwich, seinna markið hans

4. Gylfi Sigurðsson fyrir Swansea á moti Blackburn

3. Graham Dorrans fyrir West Brom á móti QPR

2. Carlos Tevez fyrir Manchester City á móti Norwich

1. Sergio Aguero fyrir Manchester City á móti Norwich, fyrra markið hans



Inn á Sjónvarpsvefnum á Vísi er nú hægt að sjá val á fimm flottustu mörkum helgarinnar sem og val á besta leikmanninum, liði umferðarinnar, flottustu markvörslunum og atviki helgarinnar.

Þar má einnig finna skemmtilegt atvik frá fyrri tímum auk þess sem hægt er að fá stutt yfirlit yfir það helsta sem gerðist í þessari umferð. Hér fyrir neðan eru tenglar á öll þessi myndbönd.



Fallegustu mörkin

Besti leikmaður helgarinnar

Lið umferðarinnar

Flottustu markvörslurnar

Atvik helgarinnar

Skemmtilegt sögubrot

Umferðin á fimm mínútum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×