Enski boltinn

Balotelli: Dauði Morosini hefur kennt mér að meta lífið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Balotelli.
Mario Balotelli. Mynd/Nordic Photos/Getty
Mario Balotelli, vandræðagemlingurinn hjá Manchester City, þekkti persónulega Ítalann Piermario Morosini sem lést um helgina eftir að hafa fengið hjartáfall í miðjum leik Livorno á móti Pescara í ítölsku b-deildinni. Dauði Morosini hafði mikil áhrif á Balotelli ef marka má viðtal við hann í ítalska blaðinu La Gazzetta dello Sport.

„Hann var frábær strákur. Þetta er skelfilegur atburður og fær mann til að velta fyrir sér eigin tilveru. Þetta kennir manni að meta lífið og lifa því af aðgát og virðingu," sagði Mario Balotelli í viðtali við La Gazzetta dello Sport.

„Ég var orðlaus þegar ég frétti fyrst af dauða Morosini. Ég trúði þessu ekki og hélt bara að þetta væri hræðilegur brandari. Hann var frábær strákur, virkilega góð manneskja," sagði Balotelli sem hefur átt í miklum vandræðum innan sem utan vallar. Balotelli lék með Morosini í ítalska 21 árs landsliðinu frá 2008 til 2009 og þeir þekktust því vel.

Það væru góðar fréttir fyrir Roberto Mancini ef þessi hæfileikaríki strákur ætlaði að fara taka sig á og ná þeim hæðum sem hæfileikar hans geta vissulega tekið hann á næstu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×