Enski boltinn

Reyndi að kúga fé út úr Balotelli og var handtekinn

Lögreglan í Manchester er búið að handtaka mann sem er grunaður um að hafa ætlað að kúga fé út úr Mario Balotelli, leikmanni Man. City.

Málið snýst um myndir sem voru teknar af Balotelli á næturklúbbi. Á þeim sést Balotelli drekka kampavín kvöldið eftir tapleikinn gegn Swansea þann 11. mars.

Man. City tók málið í sínar hendur og kærði það til lögreglu og nú er búið að handtaka hinn meinta kúgara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×