Enski boltinn

Wenger: Við gerðum þetta ekki saman í seinni hálfleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Mynd/AFP
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var að vonum ekki sáttur eftir tap á heimavelli á móti Wigan í kvöld en Arsenal hefði náð átta stiga forskoti á Tottenham og Newcastle með sigri.

„Við áttum að vera yfir eftir fyrri hálfleikinn en í seinni hálfleik sköpuðum við okkur ekki mikið af því að við vorum ekki nógu þolinmóðir," sagði Arsene Wenger eftir leikinn.

„Við gerðum þetta ekki saman í seinni hálfleik og það var alltof mikið um einstaklingsframtak í liðinu. Við náðum ekki hraða í samspilið og sköpuðum því litla hættu. Við vorum ekki nægilega beittir," sagði Wenger.

„Wigan varðist vel og við misstum þolinmæðina í seinni hálfleik og töpuðum áttum. Við áttum fimm eða sex góð færi í fyrri hálfleiknum en þetta var ekki nógu gott hjá okkur í seinni hálfleik," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×