Enski boltinn

Drenthe var í agabanni gegn Liverpool

Stefán Árni Pálsson skrifar
Royston Drenthe
Royston Drenthe Mynd. Getty Images
Royston Drenthe, leikmaður Everton, var ekki í leikmannahópi liðsins í undanúrslitaleiknum gegn Liverpool í enska bikarnum um helgina.

Everton tapaði leiknum 2-1 og komst því ekki í úrslitaleikinn. Forráðarmenn Everton hafa nú staðfest að Drenthe var í agabanni.

„Royston Drenthe er í agabanni og félagið hefur tekist á við vandamálið. Við munum ekki tjá okkur meira um málið fyrr en það hefur verið leyst," sagði talsmaður Everton í yfirlýsingu eftir leikinn.

Þessi hollenski landsliðsmaður hefur reynst Everton vel á tímabilinu en hann kom til félagsins á láni frá Real Madrid í ágúst. Drenthe hefur skorað fjögur mörk fyrir Everton og lagt upp önnur sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×